Útskýrði fyrir tollinum hvernig fiskar fjölga sér

Eyþór kynnir áhugasömum blaðamönnum fyrir styrjueldinu á Ólafsfirði.
Eyþór kynnir áhugasömum blaðamönnum fyrir styrjueldinu á Ólafsfirði. mbl.is/Brynjólfur Löve

Að koma á laggirnar styrjueldi á Ólafsfirði er hægara sagt en gert. Fiskurinn er í útrýmingarhættu og þarf sérstök leyfi til að flytja frjóvguð styrjuhrogn til landsins. 

„Eftir því sem við gerum þetta oftar þeim mun greiðlegar gengur þetta fyrir sig. Umhverfisstofnun hefur verið alveg gífurlega liðleg og fljót að afgreiða umsóknir. Það er bara mjög lofsvert,“ segir Eyþór Eyjólfsson, stjórnarformaður Hins norðlenzka styrjufjelags, spurður út í regluverkið í kringum innflutning á styrju til landsins. 

Engir fiskar sáust

„Ég sem sagt kom með þetta í farangri núna síðast og það stóð að þetta væri lifandi fiskur og þegar þetta fór í röntgentækin þá sáust engir fiskar. Þannig að tollverðir í Þýskalandi spurðu mig hvað þetta væri – þetta væru ekki fiskar. Ég sagði að þetta væri frjóvguð egg, þá héldu þeir að þetta væru einhverjir fuglar. Ég lenti í því að skýra út fyrir þeim hvernig fiskar fjölga sér.“

En þetta hefur allt blessast og þetta hefur skilað sér síðan?

„Já og öll þessi egg eru síðan búin að klekjast út.“

Eyþór ræðir styrjueldið og margt fleira í Hringferðarviðtali við Morgunblaðið í tilefni af 110 ára afmæli blaðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert