Boðið sæti í stjórn The Open

Haukur Örn Birgisson.
Haukur Örn Birgisson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Lögmaðurinn Haukur Örn Birgisson mun að öllum líkindum taka sæti í framkvæmdastjórn opnu bresku meistaramótanna í golfi, The Open og The Women’s Open.

Haukur staðfesti við Morgunblaðið í gær að honum hefði verið boðið að taka sæti í framkvæmdastjórninni sem er til fjögurra ára í senn. Hann hefði þegið boðið en hefði ekki verið skipaður formlega.

Fari svo að Haukur taki sæti í framkvæmdastjórninni yrði það í september. Hann hefði því aðkomu að opnu bresku meistaramótunum á árunum 2025 til 2028. Hjá körlunum fer mótið fram í júlí en hjá konunum í ágúst. The Open er eitt elsta íþróttamót heimsins sem enn er haldið og fór fyrst fram árið 1860. The Women’s Open fór fram í fyrsta skipti 1976 og því stutt í hálfrar aldar afmæli.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert