Gæfur skarfur við Hólmsá

Hann var óvenju rólegur skarfurinn sem sat á trébrú yfir Hólmsá í fyrrakvöld þegar Ingólfur Guðmundsson gekk fram á hann þegar var að þjálfa hundinn sinn. Óvanalegt er að sjá skarfa á þessu svæðinu og því tók Ingólfur upp símann og myndaði fuglinn sem virtist ánægður með athyglina.

Ingólfur segir í samtali við mbl.is að hann hafi nánast getað teygt sig í fuglinn, slík var nálægðin. Ekki síst hafi þetta verið óvenjulegt þar sem hundurinn hafi verið með í för en beið þó rólegur á meðan myndatökunni stóð.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert