Bjart á norðaustanverðu landinu

Búast má við skúrum eða slydduéljum í dag.
Búast má við skúrum eða slydduéljum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sunnan og suðvestan 5 til 13 metrar á sekúndu verða í dag og skúrir eða slydduél. Bjart verður að mestu um landið norðaustanvert, en stöku skúrir þar seinnipartinn.

Heldur hægari vestlæg átt verður á morgun. Bjart verður með köflum og líkur á stöku skúrum eða slydduéljum, en léttskýjað á Suðausturlandi.

Hiti verður á bilinu 3 til 11 stig yfir daginn.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert