„Þetta er ströggl á hverju ári“

„Við erum orðin þreytt á þessu ströggli ár eftir ár, við viljum fá varanlega úrbót,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, en samtökin mótmæltu fyrir utan heilbrigðisráðuneytið í dag vegna skerðingar á framlögum. Skjólstæðingar Hugarafls segja margir að úrræðið hafi bjargað lífi þeirra.

Hugarafl er notendastýrt úrræði fyrir fólk með geðraskanir og þar er iðkuð endurhæfing og starfsþjálfun af ýmsu tagi. 

Aðstoðarmenn félagsmálaráðherra og heilbrigðisráðherra tóku á móti stórum hópi sem komu saman við heilbrigðisráðuneytið við Skógarhlíð og áttu stuttan fund með hópnum. Þar kom fram að málefni Hugarafls yrði komið í farveg innan stjórnkerfisins.

mbl.is heimsótti Hugarafl í dag og ræddi við nokkra notendur úrræðisins ásamt því að fylgja þeim inn í Skógarhlíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert