Kerlingarfjöll verða friðlýst

Í Kerlingarfjöllum.
Í Kerlingarfjöllum. mbl.is/Árni Sæberg

Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur sett af stað vinnu við undirbúning að friðlýsingu Kerlingarfjalla.

Haldinn var undirbúningsfundur 2. febrúar sl. á Flúðum með fulltrúum Umhverfisstofnunar og Hrunamannahrepps. „Fundurinn var afar jákvæður og kom fram skýr vilji af hálfu heimamanna að friðlýsing gæti gengið fljótt og vel,“ segir í frétt á heimasíðu ráðuneytisins.

„Kerlingarfjöll búa yfir stórbrotinni náttúru. Þau eru vel afmarkaður fjallaklasi á hálendinu, með einstaka litadýrð. Þar eru fjölbreyttar og sérstæðar jarðmyndanir og merkilegt samspil jarðhita, íss og gróðurs. Innan Kerlingarfjallasvæðisins eru jafnframt fjögur svæði í verndarflokki rammaáætlunar,“ segir í fréttinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert