Foreldrunum gefnir 48 tímar

Foreldrar hins 11 mánaða gamla Charlie Gard fyrir utan dómsalinn …
Foreldrar hins 11 mánaða gamla Charlie Gard fyrir utan dómsalinn í gær. AFP

Foreldrum hins ellefu mánaða gamla Charlie Gard, sem þjáist af banvænum sjúkdómi, hafa verið gefnar 48 klukkustundir til að leggja fram ný gögn sem sýna fram á að tilraunameðferð fyrir son þeirra geti bjargað honum. 

Greint er frá þessu á vef Guardian.

Yf­ir­rétt­ur í Bretlandi tók málið fyrir í gær á ný eftir að foreldrarnir fóru fram á að gögn frá sjö læknum um að tilraunameðferðin gæti skilað árangri yrðu tekin fyrir. Í apríl komst sami réttur að því að foreldrarnir fengju ekki að fara með barnið úr landi og til meðferðar í Bandaríkjunum.

Dómarinn sagði við fyrirtöku málsins í gær að hann myndi glaður breyta um skoðun frá því í apríl, en það þyrfti mjög sterkar sannanir fyrir árangri meðferðarinnar svo hann myndi gera það. Foreldrarnir munu leggja fram gögnin á fimmtudag og mun dómarinn þá taka ákvörðun.

Charlie Gard.
Charlie Gard.

Fjallað hef­ur verið um mál Charlie Gard á öll­um dóm­stig­um í Bretlandi en í síðustu viku komst Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu að þeirri niður­stöðu að lækn­um væri heim­ilt að taka hann úr önd­un­ar­vél. Drengs­ins biði ekk­ert nema þján­ing og bata­horf­urn­ar væru eng­ar. 

Dreng­ur­inn þjá­ist af sjald­gæf­um hrörn­un­ar­sjúk­dómi en lækn­ar segja að hann geti ekki séð, heyrt, hreyft sig, grátið eða kyngt. Hann er háður önd­un­ar­vél­ og hef­ur dvalið á gjör­gæslu frá því í októ­ber.

Cannie Ya­tes, móðir Gard, biðlaði til dóm­arans í gær að hlusta á sér­fræðinga sem telja til­raunameðferð geta verið „krafta­verk“ fyr­ir son henn­ar.

For­eldr­ar Gard hafa bar­ist fyr­ir því að fá að flytja dreng­inn til Banda­ríkj­anna í meðferð. Frans páfi hef­ur lýst yfir stuðningi við for­eldra Gard og sagðist von­ast til þess að lækn­ar myndu sjá um dreng­inn þar til yfir lyki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert