Mál Charlie Gard verður endurskoðað

Fólk safnaðist saman í London í gær til að styðja …
Fólk safnaðist saman í London í gær til að styðja Charlie Gard og fjölskyldu hans. AFP

Breska sjúkrahúsið þar sem tíu mánaða drengur með banvænan sjúkdóm dvelur lýsti því yfir í dag að það myndi rannsaka fullyrðingar þess efnir að hægt væri að veita drengnum meðferð eftir að Donald Trump og Frans páfi vöktu athygli á málinu.

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu úrskurðaði í síðasta mánuði að Great Ormond Street Hospital for Children í London megi slökkva á önd­un­ar­vél Charlie Gard. 

Dreng­ur­inn þjá­ist af sjald­gæf­um hrörn­un­ar­sjúk­dómi en lækn­ar segja að hann geti ekki séð, heyrt, hreyft sig, grátið eða kyngt. Hann er háður önd­un­ar­vél­ og hef­ur dvalið á gjör­gæslu frá því í októ­ber.

„Tveir alþjóðlegir spítalar hafa haft samband við okkur á síðasta sólarhringnum til að láta okkur vita að þeir séu með vísbendingar um tilraunameðferð,“ kemur fram í yfirlýsingu frá spítalanum.

Charlie Gard.
Charlie Gard.

„Við, og foreldrar drengins, teljum að það sé rétt að kanna þessar vísbendingar.“

Foreldrar Gard hafa barist fyrir því að fá að flytja drenginn til Bandaríkjanna í tilraunameðferð. Frans páfi lýsti á sunnudag yfir stuðningi við foreldra Gard og sagðist vonast til þess að læknar myndu sjá um drenginn þar til yfir lyki.

Sjúkrahús í Vatíkaninu hefur boðist til að hlúa að Gard. Trump sagði á mánudag að Bandaríkin væru reiðubúin að aðstoða drenginn og fjölskyldu hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert