Samsung-erfingi yfirheyrður

Samsung-erfinginn Lee Jae-Yon sneri heim til sín í morgun eftir langar yfirheyrslur hjá suður-kóreskum saksóknurum. Yon er grunaður um að hafa tekið þátt í umfangsmiklu spillingarmáli sem nær til forsetans Park Geun-Hye.

Yon, sem er varaformaður stjórnar Samsung Electronics og sonur Lee Kun-Hee, stjórnarformanns Samsung, var yfirheyrður í 22 klukkustundir.

Frétt mbl.is: Samsung erfinginn með stöðu sakbornings

Saksóknarar ætla að nota helgina til að ákveða hvort Lee Je-Yon verður formlega handtekinn.

Hann svaraði ekki spurningum blaðamanna að lokinni yfirheyrslunni og virtist úrvinda.

Þing Suður-Kóreu samþykkti 9. desember að kæra forseta landsins í tengslum við málið og fer forsætisráðherra með embættisstörf hans á meðan rannsókn stendur yfir.

Choi Soon-Sil, sem var trúnaðarvinkona forsetans, er sökuð um að hafa notfært sér samband þeirra til að knýja fram fjárframlög að andvirði sjö milljarða króna frá fyrirtækjum, m.a. Samsung, til stofnunar sem hún stjórnar.

Lee Jae-Yong (í miðjunni) á leið til yfirheyrslunnar.
Lee Jae-Yong (í miðjunni) á leið til yfirheyrslunnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert