Aníta afhjúpar leyndarmálin að farsælu sambandi

Förðunarfræðingurinn Aníta Arndal hefur verið með eiginmanni sínum, Unnari Heimi Skúlasyni, í yfir 10 ár. Í nýlegu TikTok-myndskeiði fer hún yfir nokkrar góðar „reglur“ sem hafa gert samband þeirra farsælt. 

„Nú eru ég og maðurinn minn búin að vera saman í 10 ár. Mig langar svo að segja ykkur hvernig þetta hefur verið hjá okkur upp á að hjálpa þá kannski öðrum pörum. En það hefur semsagt verið þannig að við eiginlega bara settumst niður og ákváðum svona reglur sem að við ætluðum að hafa í okkar sambandi og ég ætla að koma með nokkrar reglur sem þið getið þá tekið til ykkar,“ segir Aníta í byrjun myndbandsins, en um leið er hún að gera sig til og farða sig fyrir daginn. 

„Fyrsta reglan var sú að hann mátti ekki eiga neina vini. Hann átti bara að gefa mér alla athyglina. Og hann mátti ekki eiga nein áhugamál nema að það væru mín áhugamál líka af því að ég þurfti náttúrulega að fá athyglina hans allan sólarhringinn.

Svo mátti hann helst ekki vera í vinnunni nema vera með „location“ og svona, ef hann ætlaði að fara eitthvert þá þarf hann að hafa „locationið“ á því ég þarf náttúrulega að vita hvar hann er öllum stundum,“ útskýrir Aníta. 

„Þarf eiginlega helst að vera með poka yfir hausnum“

„Hann má ekki spila tölvuleiki eða neitt þannig útaf því það gæti kannski verið einhver stelpa eða strákar eða eitthvað sem hann er að spila við, og já, ég vil það ekki. Svo hefur það eiginlega bara verið þannig að hann má alveg fara einn út sko en ekki með neinum strákum eða stelpum eða neitt þannig, og þá er hann náttúrulega alltaf með „locationið“ á og hann þarf eiginlega helst að vera með poka yfir hausnum, en auðvitað þú veist klippi ég göt svo hann sjái hvert hann er að fara – en það kemur í veg fyrir að stelpur séu að stara á hann og hann getur þá ekki verið að stara á aðrar stelpur,“ bætir hún við. 

Aníta heldur svo áfram að lista upp bráðfyndnar „reglur“ úr sambandi þeirra, en myndskeiðið hefur slegið rækilega í gegn. Þegar hafa yfir 16 þúsund notendur horft á myndskeiðið, en af ummælum að dæma hefur það kitlað ófáar hláturtaugarnar. 

Það voru þó einhverjir sem höfðu miklar áhyggjur af því að Aníta væri að deila raunverulegum reglum úr sambandi þeirra, en Aníta var ekki lengi að leiðrétta þann misskilning. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er gott að þekkja sín eigin takmörk og þá ekki síður að virða þau þegar á það reynir. Ef þú fæst ekki við það sem þú hefur áhuga á getur lífið svo sannarlega verið letjandi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Anna Sundbeck Klav