Hinn raunverulegi eltihrellir ræðir við Piers Morgan

Fiona Harvey ræðir við Piers Morgan.
Fiona Harvey ræðir við Piers Morgan. Samsett mynd/Twitter/Netflix

Skoski lögfræðingurinn Fiona Harvey, sem segir karakter eltihrellisins Mörthu úr Netflix-þáttunum Baby Reindeer byggja á sér, mun veita fjölmiðlamanninum Piers Morgan sitt fyrsta sjónvarpsviðtal. 

Þátturinn verður sýndur í dag í Piers Uncensored. Morgan birti mynd af sér ásamt Harvey í myndveri þáttarins á X-reikningi sínum. 

Hefur fengið líflátshótanir vegna þáttana

Netflix-þættirnir eru sannsögulegir og byggja á reynslu höfundarins og aðalleikarans Richard Gadd af kvenkyns eltihrelli. Gadd kvaðst hafa breytt ýmsu í fari eltihrellisins til að áhorfendur myndu ekki þekkja Harvey í þáttunum. 

Virðist Gadd þó hafa vanmetið mátt og þrautseigju netverja, en þeir voru ekki lengi að leita Harvey uppi og hefur hún tjáð fréttamiðlum að henni hafi borist svívirðingar og líflátshótanir í kjölfarið. 

Hefur Gadd nú biðlað til áhorf­enda að leita hvorki eltihrellinn né aðrar per­són­ur í þátt­un­um uppi.

Óneitanleg líkindi

Harvey hefur áður veitt viðtöl, en þó aldrei í sjónvarpi. Veitti hún meðal annars Daily Mail viðtal, en miðillinn ákvað að nafngreina hana ekki á sínum tíma.

Harvey íhugar að leita réttar síns þar sem hún telur Gadd ekki hafa breytt líkindum hennar nóg í gerð karaktersins Mörthu. 

Til að mynda sé Martha, sem er leik­in af Jessicu Gunn­ing, einnig skosk, lög­fræðimenntuð, tutt­ugu árum eldri en Gadd og á sér sögu að baki sem elti­hrell­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirlýsingar sem gefnar eru snemma dags móta það sem eftir er vikunnar. Notaðu daginn fyrir þig, gerðu hluti sem færa þér innri frið og auka vellíðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Yfirlýsingar sem gefnar eru snemma dags móta það sem eftir er vikunnar. Notaðu daginn fyrir þig, gerðu hluti sem færa þér innri frið og auka vellíðan.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riely og Lucinda Riley
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir