Litlu hlutirnir í samböndum skipta máli

Sambönd geta blómstrað ef fólk gerir eitthvað ákveðið saman af …
Sambönd geta blómstrað ef fólk gerir eitthvað ákveðið saman af meðvitund og leggur í það djúpa merkingu. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Pör sem hafa ákveðnar hefðir í samskiptum sínum eru almennt hamingjusamari en önnur pör. Þetta kemur fram í greiningum Michael Norton prófessor við Harvard háskóla.

„Ég veit um par sem skellir saman göfflunum sínum þrisvar sinnum áður en þau byrja að borða. Þetta er mjög tilviljunarkenndur siður en þetta veitir þeim ánægju,“ segir Norton í viðtali við The Times.

„Við sjáum að pör sem hafa einhvers konar hefðir finnast þau vera skuldbundnari. Munurinn á milli venjum og hefðum er að venjur er eitthvað sem maður þarf að gera og eru stundum leiðigjarnir. Hefðir hafa hins vegar einhverja merkingu að baki og maður tengir þær einhvers konar tilfinningum. Hefðirnar geta verið stórar eða smáar eins og til dæmis vikuleg stefnumót eða að hella upp á kaffi fyrir hvort annað.“

Hvernig býr maður til hefðir í samböndum?

„Í fyrsta lagi þurfa báðir aðilar að vera meðvitaðir um þetta. Það er verst þegar ég hitti pör og annað þeirra segist alltaf hella upp á kaffi og að það sé þeirra stund til að tengjast. Á sama tíma segir hinn að þau eigi sér engar hefðir saman. Það er ekki gott.“

„Það þarf að horfa á það sem pör gera alla daga. Hvernig byrjar dagurinn? Hvernig setjist þið niður yfir kvöldverð? Hvernig er undirbúningurinn fyrir svefn. Er það eitthvað þarna sem gæti verið ykkar sérstaki hlutur? Skiptir ekki máli hversu lítilvægur hann þykir. Það að gera eitthvað aftur og aftur er leið til þess að segja að þið eigið ykkur sögu saman.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál