Úlfar Viktor orðinn flugþjónn

Spennandi sumar framundan.
Spennandi sumar framundan. Samsett mynd

Úlfar Viktor Björnsson, förðunarfræðingur og söngvari, mun starfa sem flugþjónn hjá Icelandair í sumar og ferðast um háloftin klæddur dimmbláum einkennisbúningi flugfélagsins.

Úlfar Viktor, sem gerði garðinn frægan fyrr á árinu með þátttöku sinni í Söngvakeppni sjónvarpsins, birti myndaseríu á Instagram-reikningi sínum fyrr í dag. Þar sést hann máta flugþjónabúning sinn, sem klæðir hann afar vel.

„Það er eins gott að sætisbök og fótskemlar verði í uppréttri stöðu í flugtaki og lendingu því annars er þessum að mæta,“ skrifaði hann við færsluna, uppfullur af spenningi, eftirvæntingu og alveg tilbúinn að tækla óhlýðna farþega sem leynast um borð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál