Svelti sig og skaðaði sjálfa sig

Billie Eilish.
Billie Eilish. AFP

Tónlistarkonan Billie Eilish átti í skelfilegu sambandi við líkama sinn þegar hún var yngri. Eilish er þekkt fyrir að klæða sig í víð föt og segir hún að upphaflega hafi hún byrjað á því til að fela líkamann fyrir umheiminum. 

Eilish prýðir forsíðu Vanity Fair í mars. Í viðtalinu ræðir hún meðal annars um líkamsímynd sína og hvernig henni leið þegar mynd af henni fáklæddari en vanalega lak á netið. 

Eilish var aðeins 16 ára þegar hún sló fyrst í gegn. Þá var hún strax farin að hylja líkama sinn með víðum fötum. „Ég held að fólkið í kringum mig hafi haft meiri áhyggjur en ég, því ástæðan fyrir því að ég skar mig var líkami minn. Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá byrjaði ég að klæðast víðum fötum þess vegna,“ sagði Eilish. 

Eilish er með heyrnræna vinnsluröskun og var greind með tourette. Hún segist fegin að hafa bara verið greind með þetta núna en ekki fyrir þremur árum þegar hún átti í verra sambandi við líkama sinn.

„Ég var virkilega, virkilega glöð, sérstaklega yfir að vera á þessum stað í lífi mínu núna, því ef þetta hefði gerst fyrir þremur árum, þegar ég hataði líkama minn, eða að dansa mikið fyrir fimm árum, ég borðaði ekki. Ég svelti mig,“ sagði Eilish. 

Slæm líkamsímynd hefur fylgt Eilish frá æsku. „Ég man eftir að hafa tekið pillu til að missa kíló  en hún lét mig bara pissa undir  þegar ég var 12 ára. Það er bara klikkað. Ég trúi þessu varla, bara vá. Ég hélt ég væri sú eina sem hataði líkamann en ætli netið geri það ekki líka. Þannig að það er frábært,“ sagði Eilish.

Billie Eilish hefur alltaf klæðst víðum fötum síðan hún varð …
Billie Eilish hefur alltaf klæðst víðum fötum síðan hún varð fræg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson