Kossahneykslið erfitt fyrir eiginkonu West

Lily James og Dominic West virtust vera meira en vinir …
Lily James og Dominic West virtust vera meira en vinir í Róm. Tímabilið var erfitt fyrir eiginkonu West. Samsett mynd

Leikarinn Dominic West opnaði sig um umfjöllunina sem meint framhjáhald hans við leikkonuna Lily James fékk árið 2020. Sagði hann athyglina hafa fengið mjög á eiginkonu sína, Catherine FitzGerald.

Árið 2020 sást til þeirra West og James í Róm. Litu þau út fyrir að láta vel hvort að öðru eins og ástfangið par á Ítalíu. Staðreyndin var hins vegar sú að West var kvæntur. 

„Ég vill helst ekki tala fyrir hönd eiginkonu minnar af því að þetta var augljóslega mjög slæmt, sérstaklega fyrir hana,“ sagði West í viðtali við The Times um helgina. 

„En við grínumst með þetta stundum,“ segir leikarinn og segir þau hjón þá helst grínast með fréttir þar sem þau hjón voru mynduð saman og sögð vera að sýna samheldni. „Jafnvel þó við vorum bara að rífast um hvar við ættum að leggja bílnum eða eitthvað, þetta hefði ekki getað verið fjær sannleikanum.“ 

„Þetta voru mjög skrítnar aðstæður,“ sagði West sem á fjögur börn með FitzGerald. „Þetta var mjög stressandi fyrir eiginkonu mína og börnin en það komu léttari stundir. Það var það besta sem kom út úr þessu, í alvöru,“ sagði West. 

Dominic West fór meðal annars með hlutverk Karls Bretaprins í …
Dominic West fór meðal annars með hlutverk Karls Bretaprins í The Crown. AFP/Michael TRAN

Skildi Karl betur

Kossaskandallinn vakti svo mikla athygli að hjónin tóku til varna en West og James hafa þó ekki neitað fyrir meint framhjáhald. Stuttu eftir myndbirtinguna mættu hjónin hönd í hönd og létu mynda sig fyrir framan heimili sitt og skildu eft­ir skila­boð á miða. „Hjóna­band okk­ar er traust og við erum enn sam­an.“

West lék Karl Bretaprins í The Crown eftir að hneykslið kom upp. Hann segir að reynsla hans í tengslum við myndirnar frá Róm hafi hjálpað honum að skilja Karl betur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka