Ryan Gosling fór á kostum sem „Beavis“

Mikey Day og Ryan Gosling klæddir upp eins og Beavis …
Mikey Day og Ryan Gosling klæddir upp eins og Beavis og Butt-head. Samsett mynd

Kanadíski leikarinn Ryan Gosling fór á kostum sem gestastjórnandi Saturday Night Live síðastliðið laugardagskvöld. Var þetta í þriðja sinn sem Gosling stýrir hinum sívinsæla gamanþætti. 

Leikarinn brá sér í ótal gervi og fékk áhorfendur til að brosa og skella upp úr oftar en einu sinni, tvisvar og þrisvar. 

Eftirminnilegasta sena þáttarins var án efa Beavis and Butt-Head. Gosling mætti á svið klæddur upp eins og teiknimyndakarakterinn Beavis. Liðsmaður Saturday Night Live, Mikey Day, fór með hlutverk Butt-Head.

Gervi beggja var til fyrirmyndar, frábærlega skoplegt og ýkt, en báðir áttu leikararnir erfitt með að stilla sig um að skella ekki upp úr.

Butt-Head-gervi Day fékk mótleikkonu þeirra, Heidi Gardner, til að veltast um úr hlátri og átti hún í miklum erfiðleikum með að komast í gegnum senuna, sem kitlar hverja hláturtaug.


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir