Söngvari fluttur á sjúkrahús með skotsár

Kendji Girac á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir tveimur árum.
Kendji Girac á kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir tveimur árum. AFP/Loic Venance

Fyrrverandi sigurvegari í frönsku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum The Voice var fluttur á sjúkrahús í nótt eftir að hafa verið skotinn í brjóstkassann.

Söngvarinn Kendji Girac fannst særður á ferðamannastað í Biscarosse á suðvesturströnd Frakklands um hálfsexleytið að staðartíma, eða um hálffjögur að íslenskum tíma.

Lögreglumaður horfir yfir svæðið þar sem söngvarinn fannst.
Lögreglumaður horfir yfir svæðið þar sem söngvarinn fannst. AFP/Philippe lopez

Girac var fluttur á sjúkrahús í borginni Bordeaux og er hann ekki í lífshættu, að sögn heimildarmanna AFP.

Ekki er ljóst hvað leiddi til þess að hann var skotinn.

Girac, sem er 27 ára, vann The Voice árið 2014 og hefur síðan þá selt milljónir hljómplatna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamall vinur gefur þér góð ráð í dag. Dragðu djúpt andann og veltu því fyrir þér, hvaða breytingar þú vilt gera.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka