Segir Musk ekki vera kominn með fjárfesta

Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla.
Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla. AFP

Tónlistarkonan Azealia Banks segist hafa verið heima hjá viðskiptamanninum og framkvæmdarstjóra Tesla, Elon Musk alla helgina. Banks skrifaði á Instagram að hún hafi eytt helginni heima hjá honum vegna þess að kærasta Musk, tónlistarkonan Grimes, hafi boðið henni að koma og semja tónlist. Banks segist þó ekki hafa séð tangur né tetur af Grimes alla helgina og að hún hafi beðið frá föstudegi til sunnudags eftir henni. 

Elon Musk tísti í síðustu viku að hann væri kominn með fjármagn til að taka Tesla af hlutabréfamarkaði. Hann fylgdi tístinu eftir með bloggfærslu sem hefur valdið usla í viðskiptaheiminum. Azealia Banks sagði hins vegar að hún hafi orðið vitni að Musk í samningaviðræðum. Banks sagði í viðtali við Business Insider að um helgina hafi Musk ekki verið kominn með fjárfesta, líkt og hann sagði fyrir helgi. Hún sagði að hann hafi verið rauður í framan og stressaður í samningaviðræðum. 

Færslurnar sem Azealia Banks setti á Instagram.
Færslurnar sem Azealia Banks setti á Instagram. skjáskot/Instagram

Sannsögli Banks hefur verið dregin í efa, en hún er þekkt fyrir að ljúga og fara yfir strikið á samfélagsmiðlum. Þá hafa talsmenn Musk sagt frásögn Banks vera uppspuna og Musk sjálfur segist aldrei hafa hitt tónlistarkonuna.

Málið hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum en Banks líkti verunni heima hjá Musk við hryllingsmyndina Get Out. 

Rapparinn Azealia Banks.
Rapparinn Azealia Banks. Skjáskot Daily Beast
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson