Pistlar:

3. maí 2024 kl. 15:50

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Virkjum Bessastaði!

Orkumál eru í fyrsta skipti kosningamál í forsetakosningum á Íslandi og spurning hvort slagorð Ástþórs Magnússonar um virkjun Bessastaða verði loksins að veruleika! Erfitt er að segja nákvæmlega hvað veldur þessari tengingu, það að orkumálastjóri er í framboði eða staða orkumála á Íslandi þar sem stefnir í orkuskort? Sjálfsagt hafa báðir þessir þættir áhrif þó með ólíkum hætti sé. Við Íslendingar höfum sett okkur margvísleg markmið í orku- og loftslagsmálum en eðlilegt er að tvinna þeim saman. En við virðumst enn deila um markmið og leiðir og ekki síður um hvar við stöndum í dag í alþjóðlegum samanburði.bessastadastofa-frost-h1500px

Staðreyndi er sú að við erum áratugum á undan öðrum löndum þegar kemur að umhverfisvænni orku sem gerir það að verkum að við eigum í raun engin sameiginlega markmið með til dæmis Evrópusambandinu eins og Albert Jónsson alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra hefur bent á. Að því leyti má segja að við Íslendingar séum í öfundsverðri stöðu og þessar nágrannaþjóðir geta bara látið sig dreyma um að komast þangað sem við erum í dag, með um 80% endurnýtanlega orku.

Aðferðafræði rammaáætlunar eyðilögð

Það einfaldar ekki endilega málið þegar kemur að okkar eigin stefnumótun. Eins og Albert hefur bent á ættum við að vera að vinna að því að móta eigin stefnu, þá miðað við núverandi stöðu okkar og þau tækifæri sem við höfum. Um það er hins vegar augljóslega ekki pólitísk eining og því miður hafa stjórnmálaflokkarnir eyðilagt það tæki sem fólst í rammaáætlun um vernd og orkunýtingu einstakra svæða. Eins og til hennar var stofnað hefði hún getað virkað sem skynsamleg leið til að taka ákvarðanir um framtíðar orkukosti. Reyndin er sú að vinstrimenn hafa ekki sætt sig við þessa aðferðafræði og þar hafa VG liðar verið fremstir í flokki og umhverfisráðherrar þeirra.

Markmið ríkistjórnarinnar er að hér verði náð fullum orkuskiptum árið 2040 og þá verði búið að taka jarðefnaeldsneyti út úr kerfinu. Reyndin er önnur, nú síðast hefur breyting á skattlagningu rafmagnsbíla snúið algerlega við þróuninni og nú seljast varla rafmagnsbílar en dísil-bílar seljast sem aldrei fyrr! Þannig virðist ríkisstjórninni með einni breytingu hafa tekist að snúa við jákvæðri þróun og vinna gegn eigin stefnu og skapað furðulegar þverstæður. Þegar síðan er horft á orkuskort í kerfinu og aukningu í notkun jarðefnaeldsneytis við orkuframleiðslu verður ekki séð annað en að Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hafi rétt fyrir sér þegar hann segir að hér séu í raun í gangi öfug orkuskipti. Við erum á leið frá umhverfisvænum orkugjöfum í átt að frekari nýtingu jarðefnaeldsneyti. Þetta gerist þrátt fyrir að atvinnulífið sé tilbúið að vinna með eins og sést af gríðarlegum samdrætti jarðefnaeldsneytis hjá fiskiskipaflotanum. Önnur dæmi mætti tína til. Því má spyrja hvort það séu ekki í raun stjórnvöld sem þvælast fyrir eigin áætlun? Furðulegar hugmyndir um að embættismenn fái að stýra hver eigi að fá orkuna eru ekki traustvekjandi en inn í þá umræðu blandaðist einmitt orkumálastjóri.virkjun2

Þurfum mikla viðbótarorku

Lausn stjórnmálamanna þegar í óefni er komið er að skipa nefnd og í febrúar 2023 skipaði umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra starfshóp til að kanna helstu leiðir til bættrar orkunýtingar og orkuöflunar með hliðsjón af sviðsmyndum um aukna orkuþörf vegna markmiða ríkistjórnarinnar um full orkuskipti 2040. Varðandi orkuöflun var starfshópnum sérstaklega falið að skoða nýja orkukosti á borð við sólarorku (birtuorku) og sjávarfallaorku sem og aðra orkukosti en þá sem falla undir rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þessi skýrsla liggur fyrir og er ágætt innlegg þó vitaskuld megi deila um hve raunhæfar tillögurnar eru og augljóslega er hin raunverulega stefnumótunarvinna eftir.

Í skýrslu nefndarinnar er dregin saman gagnlegur fróðleikur sem á skilið eftirtekt. Þar er til dæmis bent á að í sviðsmyndum Orkustofnunar og Samorku sé gert ráð fyrir að 2.688 til 3.121 GWst af viðbótarorku þurfi fyrir samgöngur á landi til ársins 2040. Fyrir full orkuskipti, á landi, sjó og í lofti, þarf mun meiri viðbótarorku eða 15.648 GWst, samkvæmt útreikningum Samorku.

Í nýrri raforkuspá Landsnets fyrir árin 2023-2060 er gert ráð fyrir að orkuskiptum í samgöngum á landi, vélum, tækjum og innanlandsflugi verði náð árið 2040 og í skipasiglingum og millilandaflugi árið 2050. Heildarorkuþörf árið 2040 samkvæmt raforkuspá Landsnets verður 31.526 GWst, sem þýðir að viðbótarorkuþörfin frá árinu 2022 er hvorki meiri né minni en 12.000 GWst. Landsnet áætlar að orkuþörf vegna orkuskipta í millilandaflugi og skipasiglingum nemi 73% af orkuþörf orkuskipta, en gert er ráð fyrir að þessir tveir þættir verði að mestu knúnir með rafeldsneyti.virkjun

Sólarorka eða kjarnorka?

Erfitt er að hafa nokkra trú á að þessi markmið náist. Í skýrslunni sem nú liggur fyrir er að finna 50 tillögur sem meðal annars snúa að sólarorku, sjávarorku, smávirkjunum fyrir vatnsafl, varmadæluvæðingu á smærri og stærri skala, bættri orkunýtni og sveigjanlegri orkunotkun. Allt er þetta gott og blessað en erfitt er að trúa að einhver ætli að byggja lausn til langframa í orkumálum hér á landi á sólarorku! Er það ekki álíka raunsætt og hugmyndir um djúpboranir, nú eða vindorku sem fólkið í landinu vill augljóslega ekki. Hugsanlega hefði nefndin átt að beina sjónum sínum að kjarnorku! Eru þar ekki að verða markverðustu breytingarnar í tækni?

mynd
2. maí 2024

Gist og snætt í Porto

Undanfarin ár hefur Porto verið vinsæll áfangastaður Íslendinga en þangað er um fjögurra tíma flug og borgin falleg og áhugaverð. Ekki of stór sem sumum kann að þykja þægilegt en íbúafjöldi Porto er um 250 þúsund manns en Stór-Porto svæðið telur vera um eina milljón. Rétt eins og á við um höfuðborgarsvæðið hér á Íslandi þá verða mörk millii sveitarfélaga óljós og fyrir aðkomumenn þá rennur þetta meira
mynd
30. apríl 2024

Kosturinn við Kína er fjarlægðin

Það að formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins lofi og prísi kínverskt stjórnarfar ætti að vera nokkur viðvörun í báðum löndum en í Morgunblaðinu í síðustu viku mátti lesa frásögn af miklum áhuga kínverskra yfirvalda á að efla tengsl við Ísland. Þá rifjast upp, að fyrir okkur Íslendingar er fjarlægðin líklega helsti kosturinn við Kína og má hafa í huga kínverska málsháttinn meira
mynd
22. apríl 2024

Fólksfækkun, flokksræði og velferðakerfi Kína

Fólki fækkaði í Kína annað árið í röð í fyrra og um leið dróst landsframleiðsla saman. Kínversk stjórnvöld horfa nú fram á verulegar áskoranir í viðleitni sinni til að stýra nánast öllum breytingum í þessu fyrrum fjölmennasta ríki heims. Talið er að milli 1,5 til 2 milljónir manna hafi látist af áhrifum kóvid-faraldursins í landinu en það eru smámunir einir miðað þær miklu breytingar sem hafa meira
mynd
20. apríl 2024

Lamaðir innviðir vegna flóttamanna

Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í vikunni kom fram að rúmur fjórðungur leik- og grunnskólakennara sér ekki fyrir sér að vera í sama starfi eftir fimm ár, samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar Kennarasambands Íslands. Ástæðan er meðal annars rakin til flókinna nemendahópa og að börn sem ekki hafa íslensku að móðurmáli auki álagið á kennara. Nefnt var sem dæmi að þess fyndust dæmi að 90% nemenda í meira
mynd
19. apríl 2024

Grettistak í menntun lækna

Það verður að telja augljóst að Íslendingar ættu að drífa sig í því að heiðra sérstaklega Runólf Oddsson, ræðismann Slóvakíu á Íslandi. Segja má að Runólfur hafi lyft grettistaki við að mennta íslenska heilbrigðisstarfsmenn undanfarinn áratug og þannig bjargað íslenska heilbrigðiskerfinu frá miklum hörmungum. Augljóslega stefndi í óefni með menntun lækna hér á landi áður en námsmenn fóru að leita meira
mynd
16. apríl 2024

Haglýsing á tímum stöðugleikastjórnar

Ný ríkisstjórn er mynduð um þá viðleitni að varðveita stöðugleika í landi sem er eins og önnur lítil hagkerfi ekki þekkt fyrir mikið efnahagslegt jafnvægi. Því gat það verið skynsamlegt að tryggja í það minnsta pólitískan stöðugleika þó því geti stundum fylgt stöðnun á öðrum sviðum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fékk í heimamund árið 2017 góða stöðu ríkissjóðs og munaði þar mestu um einstakan meira
mynd
15. apríl 2024

Trúarleg skautun Miðausturlanda

Um öll Miðausturlönd má sjá hlutfall kristinna manna meðal íbúa fara lækkandi sem er skýrt merki um að hin trúarlega skautun í þessum heimshluta sé að aukast verulega. Tölurnar vekja undrun. Það má fyrst nefna að kristnum mönnum hefur fækkað jafnt og þétt í Tyrklandi síðan seint á 19. öld þegar þeir voru á milli 20% og 25% íbúanna. Í þá daga var þetta svæði hluti af Ottómanveldinu sem stundum var meira
mynd
13. apríl 2024

Óhreinu börn velferðakerfisins

Ef fjölskylda fíknisjúklings fær upphringingu frá lögreglunni eða heilbrigðisþjónustunni um að sjúklingurinn sé í höndum þeirra er fjölskyldan undantekningalaust beðin um að taka við viðkomandi. Skiptir litlu í hvaða ástandi hann er. Þegar svo er komið, treysta fæstir í fjölskyldunni sér til þess enda er að baki áralöng saga sem hefur yfirtekið líf viðkomandi fjölskyldu. Stundum getur fólk ekki meira
mynd
11. apríl 2024

Evrópska flóttamannavirkið

Á nánast hverjum einasta degi ársins koma bátar hlaðnir flóttamönnum upp að ströndum Evrópu. Upp úr bátunum stekkur fólk, stundum innan um sólbaðsdýrkendur og reynir að hlaupa í felur. Sumum tekst það, öðrum ekki. Ekki komast allir bátarnir að strönd og Atlantshafið og sérstaklega Miðjarðarhafið verða vot gröf margra flóttamanna sem flestir koma frá Afríku. Þetta er fátækt fólk sem hefur lagt í meira
mynd
9. apríl 2024

Glæpir gegn mannkyninu

Í bók sinni um Miðausturlönd áætlar Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor að um tvær og hálf milljón manna hafi látist í stríðum Miðausturlanda síðustu 50 ára eða svo. Því til viðbótar hafi um 8 milljónir manna lagt á flótta. Bók Magnúsar kom út 2018 og síðan hefur fólk haldið áfram að deyja á þessu svæði, nú síðast ríflega 30 þúsund manns á Gaza. Á sama tíma hefur fjöldi fólks dáið í Sýrlandi og meira
mynd
6. apríl 2024

Latir Íslendingar

Stundum geta stuttar fréttir sagt mikla sögu, jafnvel um breytingar á samfélaginu sem ekki blasa við og þarf þá ekki endilega að byggja á einhverskonar vísindalegri aðferðafræði. Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa frétt um að Íslendingar séu hættir að nenna að vinna erfiða líkamlega vinnu. Þetta er haft eftir fulltrúa dekkjaverkstæðis og ályktun sína byggir hann á því að fyrir skömmu hafi fyrirtækið meira
mynd
4. apríl 2024

Bókadómur: Seðlabankinn gegn Samherja - Eftirlit eða eftirför?

Í hlaðvarpinu Þjóðmálum var Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, spurður af hverju hann hefði tekið slaginn við Seðlabankann út af því máli sem bókin Seðlabankinn gegn Samherja – Eftirlit eða eftirför?, fjallar um. Þorsteinn Már svaraði því til að það hefði skipt miklu að hann gat það. Að fyrirtæki hans væri það stórt og stöndugt og að hann hefði getað barist við það sem fyrir meira
mynd
2. apríl 2024

Óþekka stúlkan Giorgia Meloni

Allajafnan hefði ég eytt dymbilvikunni á Ítalíu í lífslangri tilraun til að meðtaka anda þessa fagra lands og grípa hluta af menningunni sem er svo yfirþyrmandi að það verður ekki gert almennilega nema með rauðvíni og pasta. En það varð ekki að þessu sinni. Það breytir því ekki að Ítalía er alltaf í huga þeirra sem þangað hafa komið og nú eru ferðirnar komnar á vel á annan tug og sumum hefur verið meira
mynd
1. apríl 2024

Vaxandi ofsóknir gegn kristnum mönnum

Á páskunum minnast kristnir menn dauða og pínu Krists en fylgjendur hans mynda stærsta söfnuð heims. Páskarnir eru reyndar gömul hátíð gyðinga en kristnir menn hafa að hluta til slegið eign sinni á þá. Það er hins vegar ekki öllum ljóst að nú er talið að kristnir menn séu opinberlega ofsóttir í hvorki fleiri né færri en 139 löndum. Þúsundir kristinna manna falla í ofsóknum á hverju ári um víða meira
mynd
29. mars 2024

Hælisleitendur úr fjarlægu sólkerfi

Undanfarið hefur þáttaröðin Vandkvæði himintunglanna (sem er dálítið frjálsleg þýðing á ensku samsetningunni The Three-Body Problem) verið til sýnis á Netflix streymisveitunni og hefur notið mikilla vinsælda. Þættirnir byggja á sögu eftir kínverska verkfræðinginn og vísindaskáldsagnahöfundinn Liu Cixin og er fyrsta sagan í Remembrance of Earth's Past þríleiknum. Þættirnir lýsa atburðarás þar sem meira
mynd
26. mars 2024

Frakkar yfirgefa Afríku

Eftir margra alda viðveru í Afríku eru Frakkar að yfirgefa álfuna og þar með má hugsanlega setja punktinn aftan við nýlendustefnu þeirra í álfunni. Sú saga er ekki alltaf falleg en brottförin núna er að sumu leyti við válegar aðstæður þar sem ófriðlegt er nú í mörgum þeim löndum sem Frakkar tengjast. Hér hefur áður verið fjallað um ástandið á Sahel-svæðinu, sunnan Sahara-eyðimerkurinnar meira
mynd
23. mars 2024

Mannfækkun af manna völdum

Þegar við skoðum sögu Íslands er okkur tamt að horfa til þess hve margir bjuggu í landinu frá einum tíma til annars og metum gjarnan landshagi út frá því hvernig mannfjöldaþróuninni reiddi af. Samfélagið var lengst af staðnað og fyrir kom að það nánast þurrkaðist út og það var ekki fyrr en kom fram á seinni hluta 19. aldar sem landsmönnum tók að fjölga að einhverju ráði, þróun sem hélt áfram meira
mynd
22. mars 2024

Hið opinbera hlutafélag Íslands

Sú umræða sem farið hefur af stað vegna fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni hefur að mestu snúist um ferlið sjálft og hina pólitísku hlið þess. Þó með undirliggjandi umræðu um hver stefna ríkisins eigi að vera í atvinnurekstri og hve mikil umsvif ríkisins í atvinnulífinu eigi yfir höfuð að vera. Það er óumdeilt að þátttaka íslenska ríkisins í bankastarfsemi er óvenju mikil sem meira
mynd
20. mars 2024

Ísland efst í ríkisútgjöldum

Heildarútgjöld hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu, að frádregnum útgjöldum vegna varnarmála og lífeyrismála, voru hvergi meiri meðal OECD-ríkja árið 2021 en á Íslandi. Námu þau 42,5% af VLF, en meðaltal ríkja OECD var 34%. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur alþingismanni og Morgunblaðið gerir grein fyrir í dag og kemur meira