Pistlar:

19. apríl 2024 kl. 11:27

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Grettistak í menntun lækna

Það verður að telja augljóst að Íslendingar ættu að drífa sig í því að heiðra sérstaklega Runólf Oddsson, ræðismann Slóvakíu á Íslandi. Segja má að Runólfur hafi lyft grettistaki við að mennta íslenska heilbrigðisstarfsmenn undanfarinn áratug og þannig bjargað íslenska heilbrigðiskerfinu frá miklum hörmungum. Augljóslega stefndi í óefni með menntun lækna hér á landi áður en námsmenn fóru að leita til útlanda, fyrst Ungverjalands en nú að mestu Slóvakíu að frumkvæði Runólfs en einnig Danmörku. Fyrir vikið hefur bráðum vanda verið afstýrt.læknar

Um þetta mátti lesa í Morgunblaðinu í gær en um þessar mundir eru hvorki fleiri né færri en 225 íslenskir læknanemar í Jessenius-læknaskólanum, en hann er staðsettur í Martin, níundu stærstu borg Slóvakíu. Þessi samskipti eru að frumkvæði Runólfs. Skólinn, sem er hluti af Comenius-háskólanum í Bratislava, hefur löngum þótt fremsta læknadeild Slóvakíu og er jafnan talinn með bestu læknaskólum í Mið-Evrópu segir í frétt Morgunblaðsins. Hér hefur áður í pistlum verið bent á þetta einstaka framtak og mikilvægi skólans í Slóvakíu við menntun íslenskra lækna. Það var því eðlilegt að íslensku forsetahjónin heimsóttu Íslendingana í Jessenius-skólanum ásamt Willum Þór Willumssyni heilbrigðisráðherra í október 2022 og fengu góðar móttökur.

Einokun HÍ skapaði neyðarástand

Líklega ríkti neyðarástand á læknamarkaði ef Háskóli Íslands hefði áfram haldið einokunaraðstöðu sinni við að útskrifa lækna. Eins og flestir muna þá var læknadeild HÍ sú eina sem bauð upp á læknisfræðinám hér á landi og sárafáir reyndu lengst af að freista gæfunnar erlendis. Fjöldatakmarkanir (numerus clausus) einkenndu læknadeildina og þess voru dæmi að nemendur með fyrstu einkunn yrðu að hverfa frá námi. Þessi undarlegheit náðu einnig til tannlæknadeildarinnar. Röksemdirnar fyrir þessu voru að ekki væri hægt að tryggja fleiri læknanemum kennslu á spítölunum. Í tilviki tannlækna virtust kennslustólar vera takmörkunin, eins undarlegt og það er. Þannig var það skortur á aðstöðu og tækjum sem kom í veg fyrir eðlilega þróun í fjölda lækna hér á landi, miklu frekar en skortur á þekkingu því grunnnámið hérlendis var að flestra mati ágætt. Allt var þetta heldur nöturlegt í ljósi þess að mikið af afbragðsnámsfólki hafði áhuga á að læra til læknis en varð frá að hverfa. Nú getur þetta fólk þó leitað til útlanda og ekki hægt annað en að dáðst að áhuga þess og elju. Um leið geta landsmenn verið þakklátir því læknaskortur er viðvarandi vandamál hér sem víða annars staðar.lænar2

Örlagaríkur bíltúr hjá Runólfi

Það er merkilegt til þess að hugsa að fyrir tólf árum þegar öllum var augljóst að Íslendingar menntuðu allt of fáa lækna og stefndi í óefni vildi svo til að Runólfur ákvað að keyra um Slóvakíu endanna á milli, frá Kosice í austurhluta landsins til höfuðborgarinnar Bratislava í vestri, en Martin er þar nánast mitt á milli. Runólfur áði þar og gaf sig á tal við þáverandi umsjónarmann námsins, dr. Albert Stransky. Í kjölfarið ákvað Runólfur að kynna skólann fyrir nokkrum Íslendingum sem þreyttu inntökuprófið hér á landi og héldu svo utan til náms.

Í Morgunblaðinu er haft eftir Halasovu segir að frá þeim tíma hafi sífellt fjölgað í hópi Íslendinga við skólann, og nú sé svo komið að fleiri Íslendingar en Norðmenn komi þar á hverju ári til þess að nema læknisfræði. Janik bætir við að mikil reynsla sé í Jessenius af því að taka á móti erlendum stúdentum til náms, en byrjað var að kenna á ensku í skólanum árið 1991. Hann segir að hin síðari ár hafi verið sérstaklega sóst eftir því að fá nemendur frá norðurhluta Evrópu, sem hafi reynst dugmiklir námsmenn og áhugasamir um læknisfræðina. Halasova segir aðspurð að Íslendingarnir sem stundað hafi nám við skólann hafi jafnan verið í hópi fremstu nemenda og standist þar allan samanburð við nemendur frá mun fjölmennari ríkjum.

Tæplega 100 læknar þegar útskrifast

Námið við Jessenius-læknaskóla tekur sex ár og hafa 98 Íslendingar nú þegar útskrifast með próf frá skólanum. Þar af völdu rúmlega 20 að taka fyrri þrjú árin í Slóvakíu og seinni þrjú í Danmörku og útskrifst þá frá Danmörku. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að þau Erika Halasova, prófessor við skólann og ræðismaður Íslands í Martin, og dr. Martin Janik, aðstoðarrektor alþjóðatengsla í háskólanum og prófessor í réttarmeinafræði, voru bæði stödd hér á landi í vikunni, en þau voru meðal annars að kynna námið í Jessenius-skólanum fyrir íslenskum framhaldsskólanemum.

Jessenius-læknadeildin var formlega stofnuð árið 1969 sem hluti af Comenius-háskólanum í Bratislava, elsta háskóla Slóvakíu. Almenna læknisfræðinámið tekur sex ár, og lýkur með MUDr.-gráðu, sem viðurkennd er í öllum ríkjum ESB. Nemendur þreyta inntökupróf í líffræði og efnafræði á netinu til þess að komast í skólann. Fyrstu tvö ár námsins eru í fræðilegum grunni læknisfræðinnar og næstu tvö eru undirbúningur fyrir klínískt nám, sem fer fram síðustu tvö námsárin. Er þá einnig boðið upp á ýmis valfög innan læknisfræðinnar. Skólagjöldin eru nú rúmlega 1,6 milljón á ári (10.900 evrur) á ári og eru gjaldgeng til námslána.

mynd
16. apríl 2024

Haglýsing á tímum stöðugleikastjórnar

Ný ríkisstjórn er mynduð um þá viðleitni að varðveita stöðugleika í landi sem er eins og önnur lítil hagkerfi ekki þekkt fyrir mikið efnahagslegt jafnvægi. Því gat það verið skynsamlegt að tryggja í það minnsta pólitískan stöðugleika þó því geti stundum fylgt stöðnun á öðrum sviðum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fékk í heimamund árið 2017 góða stöðu ríkissjóðs og munaði þar mestu um einstakan meira
mynd
15. apríl 2024

Trúarleg skautun Miðausturlanda

Um öll Miðausturlönd má sjá hlutfall kristinna manna meðal íbúa fara lækkandi sem er skýrt merki um að hin trúarlega skautun í þessum heimshluta sé að aukast verulega. Tölurnar vekja undrun. Það má fyrst nefna að kristnum mönnum hefur fækkað jafnt og þétt í Tyrklandi síðan seint á 19. öld þegar þeir voru á milli 20% og 25% íbúanna. Í þá daga var þetta svæði hluti af Ottómanveldinu sem stundum var meira
mynd
13. apríl 2024

Óhreinu börn velferðakerfisins

Ef fjölskylda fíknisjúklings fær upphringingu frá lögreglunni eða heilbrigðisþjónustunni um að sjúklingurinn sé í höndum þeirra er fjölskyldan undantekningalaust beðin um að taka við viðkomandi. Skiptir litlu í hvaða ástandi hann er. Þegar svo er komið, treysta fæstir í fjölskyldunni sér til þess enda er að baki áralöng saga sem hefur yfirtekið líf viðkomandi fjölskyldu. Stundum getur fólk ekki meira
mynd
11. apríl 2024

Evrópska flóttamannavirkið

Á nánast hverjum einasta degi ársins koma bátar hlaðnir flóttamönnum upp að ströndum Evrópu. Upp úr bátunum stekkur fólk, stundum innan um sólbaðsdýrkendur og reynir að hlaupa í felur. Sumum tekst það, öðrum ekki. Ekki komast allir bátarnir að strönd og Atlantshafið og sérstaklega Miðjarðarhafið verða vot gröf margra flóttamanna sem flestir koma frá Afríku. Þetta er fátækt fólk sem hefur lagt í meira
mynd
9. apríl 2024

Glæpir gegn mannkyninu

Í bók sinni um Miðausturlönd áætlar Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor að um tvær og hálf milljón manna hafi látist í stríðum Miðausturlanda síðustu 50 ára eða svo. Því til viðbótar hafi um 8 milljónir manna lagt á flótta. Bók Magnúsar kom út 2018 og síðan hefur fólk haldið áfram að deyja á þessu svæði, nú síðast ríflega 30 þúsund manns á Gaza. Á sama tíma hefur fjöldi fólks dáið í Sýrlandi og meira
mynd
6. apríl 2024

Latir Íslendingar

Stundum geta stuttar fréttir sagt mikla sögu, jafnvel um breytingar á samfélaginu sem ekki blasa við og þarf þá ekki endilega að byggja á einhverskonar vísindalegri aðferðafræði. Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa frétt um að Íslendingar séu hættir að nenna að vinna erfiða líkamlega vinnu. Þetta er haft eftir fulltrúa dekkjaverkstæðis og ályktun sína byggir hann á því að fyrir skömmu hafi fyrirtækið meira
mynd
4. apríl 2024

Bókadómur: Seðlabankinn gegn Samherja - Eftirlit eða eftirför?

Í hlaðvarpinu Þjóðmálum var Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, spurður af hverju hann hefði tekið slaginn við Seðlabankann út af því máli sem bókin Seðlabankinn gegn Samherja – Eftirlit eða eftirför?, fjallar um. Þorsteinn Már svaraði því til að það hefði skipt miklu að hann gat það. Að fyrirtæki hans væri það stórt og stöndugt og að hann hefði getað barist við það sem fyrir meira
mynd
2. apríl 2024

Óþekka stúlkan Giorgia Meloni

Allajafnan hefði ég eytt dymbilvikunni á Ítalíu í lífslangri tilraun til að meðtaka anda þessa fagra lands og grípa hluta af menningunni sem er svo yfirþyrmandi að það verður ekki gert almennilega nema með rauðvíni og pasta. En það varð ekki að þessu sinni. Það breytir því ekki að Ítalía er alltaf í huga þeirra sem þangað hafa komið og nú eru ferðirnar komnar á vel á annan tug og sumum hefur verið meira
mynd
1. apríl 2024

Vaxandi ofsóknir gegn kristnum mönnum

Á páskunum minnast kristnir menn dauða og pínu Krists en fylgjendur hans mynda stærsta söfnuð heims. Páskarnir eru reyndar gömul hátíð gyðinga en kristnir menn hafa að hluta til slegið eign sinni á þá. Það er hins vegar ekki öllum ljóst að nú er talið að kristnir menn séu opinberlega ofsóttir í hvorki fleiri né færri en 139 löndum. Þúsundir kristinna manna falla í ofsóknum á hverju ári um víða meira
mynd
29. mars 2024

Hælisleitendur úr fjarlægu sólkerfi

Undanfarið hefur þáttaröðin Vandkvæði himintunglanna (sem er dálítið frjálsleg þýðing á ensku samsetningunni The Three-Body Problem) verið til sýnis á Netflix streymisveitunni og hefur notið mikilla vinsælda. Þættirnir byggja á sögu eftir kínverska verkfræðinginn og vísindaskáldsagnahöfundinn Liu Cixin og er fyrsta sagan í Remembrance of Earth's Past þríleiknum. Þættirnir lýsa atburðarás þar sem meira
mynd
26. mars 2024

Frakkar yfirgefa Afríku

Eftir margra alda viðveru í Afríku eru Frakkar að yfirgefa álfuna og þar með má hugsanlega setja punktinn aftan við nýlendustefnu þeirra í álfunni. Sú saga er ekki alltaf falleg en brottförin núna er að sumu leyti við válegar aðstæður þar sem ófriðlegt er nú í mörgum þeim löndum sem Frakkar tengjast. Hér hefur áður verið fjallað um ástandið á Sahel-svæðinu, sunnan Sahara-eyðimerkurinnar meira
mynd
23. mars 2024

Mannfækkun af manna völdum

Þegar við skoðum sögu Íslands er okkur tamt að horfa til þess hve margir bjuggu í landinu frá einum tíma til annars og metum gjarnan landshagi út frá því hvernig mannfjöldaþróuninni reiddi af. Samfélagið var lengst af staðnað og fyrir kom að það nánast þurrkaðist út og það var ekki fyrr en kom fram á seinni hluta 19. aldar sem landsmönnum tók að fjölga að einhverju ráði, þróun sem hélt áfram meira
mynd
22. mars 2024

Hið opinbera hlutafélag Íslands

Sú umræða sem farið hefur af stað vegna fyrirhugaðra kaupa Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni hefur að mestu snúist um ferlið sjálft og hina pólitísku hlið þess. Þó með undirliggjandi umræðu um hver stefna ríkisins eigi að vera í atvinnurekstri og hve mikil umsvif ríkisins í atvinnulífinu eigi yfir höfuð að vera. Það er óumdeilt að þátttaka íslenska ríkisins í bankastarfsemi er óvenju mikil sem meira
mynd
20. mars 2024

Ísland efst í ríkisútgjöldum

Heildarútgjöld hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu, að frádregnum útgjöldum vegna varnarmála og lífeyrismála, voru hvergi meiri meðal OECD-ríkja árið 2021 en á Íslandi. Námu þau 42,5% af VLF, en meðaltal ríkja OECD var 34%. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Diljá Mist Einarsdóttur alþingismanni og Morgunblaðið gerir grein fyrir í dag og kemur meira
mynd
19. mars 2024

Vitundarherferð og staðreyndir máls

Í dag hrinti stjórn Blaðamannafélags Íslands „vitundarherferð“ félagsins úr vör. Markmið hennar er að vekja fólk til vitundar um mikilvægi blaðamennsku fyrir samfélagið eða eins og segir í kynningu vegna þessa: „Blaðamenn draga saman upplýsingar, setja hlutina í samhengi og greiða úr óreiðunni. Þeir koma á framfæri ólíkum sjónarmiðum, setja fram staðreyndir og kanna meira
mynd
18. mars 2024

Austrænir sérfræðingar í leigubílaakstri

Síðasta sumar tók pistlaskrifari leigubíl frá Hlemmi og heim í Vogahverfið sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Utan þess, að leigubílstjórinn skyldi ekkert þegar ég tjáði honum heimilisfangið og rataði auðvitað ekki heldur. Að lokum varð ég að lóðsa hann heim til mín. Leigubílstjórinn talaði enga íslensku en hann reyndist vera frá Sýrlandi. Við tókum stutt spjall á ensku og hann sagðist meira
mynd
17. mars 2024

Vatnið, vindurinn og Fuerteventura

Eyjan Fuerteventura er aðeins minni að flatarmáli en Tenerife og liggur næst Lanzarote, svo nálægt að sjá má á milli eyja. Fuerteventura er með sendna strendur og hálendishrygg eftir endilangri eyjunni. Margir telja þarna vera bestu baðstrendur á öllum Kanaríeyjunum. Hvað sem hæft er í því er fallegt að ganga sendnar strendur þar með brimið ólgandi fyrir utan en sagt var frá eyjunni meira
mynd
14. mars 2024

Maginot-lína Íslendinga

Sagt var eftir hrakfarir með Maginot-línuna í seinni heimstyrjöldinni að Frakkar berðust alltaf í liðnum styrjöldum. Fyrir þá sem ekki muna þá var André Maginot einn frægasti hershöfðingi Frakka í fyrri heimstyrjöldinni. Þá var varnarlínan byggð á hertækni skotgrafanna. Uppruna hennar má rekja til hugmynda franska hersins um stríðsrekstur. Herinn gerði ráð fyrir að öll stríðsátök yrðu eins og í meira
mynd
13. mars 2024

Þögult þjóðarmorð í Nígeríu

Fá lönd búa við jafn víðtæk átök og ofbeldisglæpi og Nígería, fjölmennasta land Afríku. Hvergi eiga kristnir íbúar jafn mikið undir högg að sækja enda ofsóttir af miklu offorsi eins og áður hefur komið fram hér í pistlum. Samkvæmt nýrri skýrslu Human Rights Watch hafa margir vopnaðir hópar haldið áfram drápum og mannránum og þannig stofna lífi og lífsviðurværi milljóna manna um alla meira