Snilli ehf. hagnast um 2,3 milljónir

Jóhann hefur getið sér gott orð bæði á Íslandi og …
Jóhann hefur getið sér gott orð bæði á Íslandi og erlendis.

Framleiðslufyrirtækið Snilli ehf. hagnaðist um 2,3 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 2,5 milljónir árið á undan. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins.

Fyrirtækið er í eigu leikarans og framkvæmdastjóra félagsins, Jóhanns G. Jóhannssonar.

Tekjur Snilli á síðasta ári voru 24 milljónir króna og jukust þær lítillega milli ára.

Eignir nema nú 7,4 milljónum en þær voru 11 milljónir árið á undan. Eigið fé fyrirtækisins er 5,6 milljónir króna en það var 9,3 milljónir 2022.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK