Stefna á skráningu í Kauphöll á næstu mánuðum

Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela.
Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela.

Íslandshótel stefna á skráningu félagsins í Kauphöll á næstu mánuðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var út samhliða ársuppgjöri félagsins. Þar kemur einnig fram að félagið hafi ákveðið að starfsfólki verði afhentir hlutir í Íslandshótelum. 

Íslandshótel hagnaðist um rétt tæplega 500 milljónir króna, samanborið við tæplega 94 milljóna króna tap árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 16.784 milljónir króna á síðasta ári, en voru 13.433 milljónir króna árið 2022.

Rekstrarhagnaður jókst um 51% milli ára

Rekstrarhagnaður Íslandshótela fyrir afskriftir (EBITDA) jókst um 51% milli ára samkvæmt ársreikningi félagsins, var 4.956 milljónir króna á árinu 2023 samanborið við 3.280 milljónir króna árið 2022. 

„Íslandshótel sýna styrk sinn vel í þessu uppgjöri. Sterk staða okkar er bein afleiðing af góðum grunni, skynsamlegum rekstri, öflugum hópi starfsmanna og skýrri, umhverfisvænni stefnu. Reksturinn gengur vel og þó ytra umhverfi hafi verið krefjandi á köflum er bjart fram undan, ekki síst þegar horft er til fjölda ferðamanna,“ er haft eftir Davíð Torfa Ólafssyni, forstjóra Íslandshótela, í tilkynningu.

„Við horfum til skráningar í Kauphöll á næstu mánuðum með tilhlökkun og það er ánægjuefni að segja frá því að starfsmenn okkar fá hluti í félaginu afhenta sem þakklætisvott fyrir þeirra framlag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK