Aðgangshindranir á heilbrigðistæknimarkaði

Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi Lex lögmannsstofu.
Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi Lex lögmannsstofu.

„Verður að telja bagalegt að hið opinbera skirrist við að bjóða út lausnir á markaði og kjósi fremur að leita til dómstóla og halda upp vörnum fyrir einkaaðila á markaði sem hefur öll spil á hendi sér."

Þetta segir Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður og eigandi hjá Lex lögmannstofu í aðsendri grein í ViðskiptaMogganum í gær þar sem hún gerir gerir opinberar aðgangshindranir á heilbrigðistæknimarkaði að umfjöllunarefni 

Í greininni segir Lára Herborg að mikil umfjöllun og umræða hafi átt sér stað um ástandið í heilbrigðiskerfinu og þær miklu hindranir sem aðilar á markaði standa frammi fyrir þegar þeir bjóða fram nýjungar og lausnir sem geta stórbætt þjónustu við sjúklinga.

"Einrómur þeirra sem vilja bjóða fram lausnir er að þeim er ýmist meinað eða gert erfitt um vik af hálfu hins opinbera að tengjast þeim stóru hugbúnaðarkerfum sem fyrir eru á markaði, annaðhvort í gegnum heilbrigðisnet eða kerfisskil (API). Hefur það vakið óhug og sætt gagnrýni, sér í lagi þar sem embætti landlæknis virðist sjálft koma að hugbúnaðarþróun í nánu samstarfi við einn einkaaðila á markaði, Origo hf. (nú Helix), sem er jafnframt einn eigenda Sögu sjúkraskrárkerfis, Heilsuveru og Heklu heilbrigðisnets. Slíkt hið sama gildir um allar viðbætur og þróunarvinnu við kerfin sl. áratugi," segir hún í greininni.

Lára Herborg bendir á að tvö ár séu liðin frá úrskurði kærunefndar útboðsmála, þar sem embætti landlæknis var gert að greiða stjórnvaldssekt vegna endurtekinna viðskipta við Origo hf. um hugbúnaðarkaup yfir margra ára bil, án útboðs í andstöðu við lög um opinber innkaup. Þá vekur hún athygli á því að aðilar á markaði sem vilja bjóða fram lausnir þurfi að geta tengst kerfum heilbrigðiskerfisins óháð höfundarétti Origo ef framfarir eigi að eiga sér stað. 

Þá benir hún sjónum sínum að hinu opinbera og skorti á hvötum og vilja til að takast á við breytingar. 

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogg­an­um. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK