Leigusalar hafa boðið Play breiðþotur

„Núna þegar þessi hræðilega innrás á sér stað í Úkraínu þá eru margar vestrænar flugvélar og flugvélaleigusalar sem brenna inni með flugvélar í Rússlandi og flugfélög í Rússlandi voru í miklum endurnýjunarfasa. Það eru því margar vélar frá Boeing og Airbus sem eru að koma nýjar út á markaðinn sem áttu að fara til Rússlands en eru ekki að gera það. Það er því mikil pressa á okkur og fleiri flugfélög að taka fleiri flugvélar. En þá komum við aftur að því sem er að vera með skýrt plan og láta ekki afvegaleiða sig eða plata sig út í eitthvað.“

Þetta segir Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, í samtali í Dagmálum í dag. Hann segir að félaginu hafi á undanförnum vikum boðist að taka á leigu ýmsar flugvélar, m.a. breiðþotur.

Freistingar við hvert fótmál

Birgir viðurkennir að freistingarnar séu við hvert fótmál og að hann og aðrir forystumenn flugfélagsins þurfi að halda skýrum fókus til þess að standast þær. Það séu ekki aðeins spennandi og nýjar vélar sem séu í boði heldur einnig gott verð, enda helsta markmið flugvélaleigusalanna að koma vélunum úr sínum bókum og ábyrgðinni yfir á flugfélögin.

„Það er hættulegt að vera ekki markaðsleiddur í hugsun sinni. Auðvitað á það að vera þannig að maður sér eftirspurn og finnur flugvél til að fylla upp í hana. Það er svo ofboðslega hættulegt að vera framleiðsludrifinn, taka vélina og finna svo eftirspurnina.“

Áskrifendur Morgunblaðsins geta nálgast viðtalið í heild sinni hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK