Prentað efni frá Storytel á árinu

Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi, segir að fyrirtækið ætli að gefa út bók á prenti hér á landi í ár. Markar það mikil tímamót enda hefur fyrirtækið einblínt á rafræna streymis- og bókaútgáfu frá því að fyrirtækið tók til starfa hér á landi í ársbyrjun 2018.

Stefán bendir á að Storytel hafi nú þegar gert tilraunir með það erlendis að gefa út bækur samtímis á rafrænu og prentformi og þar sé reynslan gjarnan sú að rafræna útgáfan gangi betur. Hann segir einnig tækifæri í því að byrja á rafrænni útgáfu og færa sig svo í prentið. „Þá hefur maður svo góð verkfæri til að prófa vöruna. Þar höfum við marga gagnrýnendur ólíkt því sem er á blaði þar sem einn hefur það í hendi sér hvernig prentútgáfa fer heldur mörg þúsund athugasemdir og stjörnugjafir og þá er búið að kanna á markaðnum hvernig varan kemur út.“

Hann segir ekki útilokað að Storytel muni gefa út fleiri en eina bók á þessu ári á prenti. Raunar hefur fyrirtækið fikrað sig í átt til hefðbundinnar bókaútgáfu á síðustu árum, m.a. með kaupum á stórum útgáfufélögum á borð við Norstedts í Svíþjóð og People’s Press í Danmörku. Segir Stefán að þessi skref hafi verið tekin til þess að færa Storytel nær framleiðslunni, þ.e. uppsprettu efnisins sem streymisveitan byggist á. Það flýti fyrir því að fá gott efni inná kerfi fyrirtækisins.

Hér að ofan má sjá brot úr viðtal­inu en Dag­mál eru aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­un­blaðsins hér. Einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK