Hefur ekki leyft sprelligosanum að skína

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir grínarann sem Jón Gnarr hefur að geyma ekki hafa skinið í gegn það sem af er kosningabaráttunni. Það kunni að skýra að fylgi hans hafi dalað örlítið milli vikna.

„Þegar einhver segir: „Jón Gnarr“ – þá fær maður bara upp í huga grínarann og sprellarann, listamanninn Jón Gnarr, sem er auðvitað ofboðslega þekktur í íslensku þjóðfélagi,“ segir Eiríkur í Dagmálum í dag. 

Eiríkur segir Jón Gnarr hafa náð árangri í borgarpólitíkinni með því að vera háðfuglinn sem vill brjóta upp kerfið. 

Ekki bara sprelligosi

„Stundum heldur fólk að Jón Gnarr sé einhver sprelligosi sem ekkert viti en hann er mjög klár. Hann hefur tilfinningalega greind, en hann hefur ekki sýnt þessa hlið finnst mér enn þá,“ segir Eiríkur. 

Hann bendir á að tilkynning Jóns Gnarr til embætti forseta hafi ekki verið mjög „Jónsleg“, en Jón Gnarr fór til Kaupmannahafnar og tók upp tilkynninguna í Jónshúsi. 

„Ef hann ætlar að nota þessa Jóns forseta pælingu þarf hann að gera eitthvað meira með það,“ segir Eiríkur 

„Fólk sem kýs Jón Gnarr vill sjá þennan Jón Gnarr, sem þjóðin þekkir og elskar hreinlega,“ bætir hann við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka