Fær hrós fyrir Prósjoppunafnið

Magnús Lárusson fyrir utan Prósjoppuna í Síðumúla 33.
Magnús Lárusson fyrir utan Prósjoppuna í Síðumúla 33. mbl.is/Kristinn Magnússon

Magnús Lárusson, eða Maggi Lár eins og hann er jafnan kallaður, og Páll Ingólfsson opnuðu nýverið golfbúðina Prósjoppuna í Síðumúla 33. Prósjoppan er frábrugðin öðrum golfverslunum að því leyti að þar eru bara seld tvö vörumerki; Titleist og FootJoy. „Titleist er mjög framarlega og FJ er m.a. þekkt fyrir góða golfskó og hanska. Þeir hafa sótt fram af ævintýralegum hraða í golffatnaði,“ segir Magnús í samtali við ViðskiptaMoggann.

Magnús og Páll sérsmíðuðu allar innréttingar inn í verslunina.
Magnús og Páll sérsmíðuðu allar innréttingar inn í verslunina. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann segist hafa haft nafnið á versluninni í kollinum síðustu fjögur ár. „Maður fer alltaf í svona prósjoppur í útlöndum. Mér fannst þetta mjög viðeigandi fyrir búðina okkar. Kylfingar eru mjög sáttir og ég hef fengið mikið hrós fyrir nafnið,“ segir Magnús.

Búðin hóf starfsemi á netinu 05.05.20 eins og Magnús útskýrir, en var opnuð í Síðumúlanum 20.05.20. „Það er gott að muna svona dagsetningar.“

Maggi er enginn nýgræðingur á golfsviðinu. Hann var áður vörumerkjastjóri fyrir Titleist og FJ hjá heildversluninni ÍSAM, ásamt því að vera fyrrverandi atvinnumaður í golfi. „Ég er með +2 í forgjöf. Páll er með rúmlega 9.“

Verslunin sérhæfir sig í vörum frá Titleist og FootJoy.
Verslunin sérhæfir sig í vörum frá Titleist og FootJoy. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann segir að kostur þess að vera með aðeins tvö vörumerki sé að hægt sé að bjóða mjög gott úrval.

„Hér færðu allt í einni ferð.“

Maggi segir að níu ár séu síðan golfbúð hafi síðast verið opnuð á Íslandi. „Miðað við uppgang íþróttarinnar var þetta löngu tímabært.“

Prósjoppan opnaði 20. maí síðastliðinn í Síðumúlanum, en opnaði 5. …
Prósjoppan opnaði 20. maí síðastliðinn í Síðumúlanum, en opnaði 5. maí á netinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hann segir að viðtökur hafi verið mjög góðar. „Við erum mjög sáttir við byrjunina og höfum fengið töluvert marga viðskiptavini sem koma aftur og aftur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK