Konráð nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Kon­ráð er með meistara­gráðu í hag­fræði frá Warwick háskóla í …
Kon­ráð er með meistara­gráðu í hag­fræði frá Warwick háskóla í Bretlandi og BS-­próf í hag­fræði frá Háskóla Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Konráð S. Guðjónsson verður nýr aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands frá og með 1. júlí. Konráð hefur starfað sem hagfræðingur ráðsins frá ársbyrjun 2018 og mun áfram gegna því hlutverki, að því er fram kemur í tilkynningu frá Viðskiptaráði.

Konráð starfaði áður í þrjú ár sem sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, en þar áður starf­aði hann um hríð sem hag­fræð­ingur á skrif­stofu for­set­a Tansan­íu, hjá Hag­fræði­stofnun Háskóla Íslands og var starfs­nemi hjá Þró­un­ar­sam­vinnu­stofnun Íslands í Úganda. Kon­ráð hefur kennt hag­fræði fast­eigna­mark­að­ar­ins hjá End­ur­menntun Háskóla Íslands og veitt leið­sögn við lax­veiði svo eitt­hvað sé nefnt.

Þá hefur Steinar Þór Ólafsson verið ráðinn sem sérfræðingur í samskiptum og miðlun til Viðskiptaráðs Íslands. Steinar Þór mun jafnframt taka þátt í málefnastarfi ráðsins sem og annarri daglegri starfsemi. Hann hefur störf í lok ágúst.

Steinar Þór starfaði áður sem markaðsstjóri Skeljungs og þar á undan sem stafrænn stjórnandi N1. Hann er liðtækur pistlahöfundur á Rás 1 ásamt því að skrifa greinar og flytja erindi um vinnumenningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK