Heildareignir hækkuðu um 44 milljarða

Gildi lífeyrissjóður er til húsa í Guðrúnartúni.
Gildi lífeyrissjóður er til húsa í Guðrúnartúni.

Heildareignir Gildis námu undir lok síðasta árs 561,2 milljörðum króna og hækkuðu þær um tæplega 44 milljarða milli ára. Þetta kom fram á ársfundi lífeyrissjóðsins sem var haldinn á Grand hóteli síðastliðinn fimmtudag.

Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildar sjóðsins nam 5,8% og hrein raunávöxtun 2,4%.

Sjóðurinn greiddi rúma 16 milljarða króna í lífeyri á árinu 2017, þar af 10,3 milljarða í ellilífeyri og 4,8 milljarða í örorkulífeyri, að því er segir í tilkynningu

Á fundinum lagði stjórn fram nokkrar tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins og voru þær allar samþykktar. Breytingarnar voru gerðar til að uppfylla ákvæði samkomulags Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um lífeyrismál sem skrifað var undir 24. apríl í fyrra.

Á fundinum var staðfest ný starfskjarastefna sem nær til stjórnarmanna og allra starfsmanna. Markmiðið með stefnunni er að styðja við góða stjórnarhætti í rekstri sjóðsins og auka gegnsæi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK