Seldu hlutabréf fyrir 24 milljarða

Merki CBS.
Merki CBS.

Núverandi og fyrrverandi stjórnendur bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins CBS seldu hlutabréf í félaginu áður en ásakanir á hendur þáverandi forstjóra CBS, Leslie Moonves, um kynferðislegt ofbeldi voru birtar opinberlega. Þetta kemur fram í stefnu á hendur þeim, samkvæmt frétt Wall Street Journal.

Samkvæmt frétt blaðsins var stefnan gefin út á mánudag og eru það hluthafar í CSB sem hafa óskað eftir því við dómara að þeir fái heimild til hópmálsóknar.

Stjórnendur CBS sem eru nafngreindir eru: Moonves, sem lét af störfum í september, starfandi forstjóri, Joe Ianniello, yfirmaður reikningshalds, Lawrence Liding og fyrirverandi yfirmaður samskiptamála, Gil Schwartz.

Í stefnunni er því haldið fram að fjórmenningarnir hafi selt yfir 3,4 milljónir hluta sem metnir eru á meira en 200 milljónir Bandaríkjadala, yfir 24 milljarða króna, áður en CBS tilkynnti í júlí um að rannsókn færi fram á ásökunum um að Moonves hafi beitt konur kynferðislegri áreitni.

Fram kemur í stefnunni að tímasetning og hversu stór hlutur var seldur veki grunsemdir. Moonves seldi hlutabréf sem metin voru á 155,3 milljónir dala frá júní 2017 til maí 2018, á tíma sem CBS vissi af rannsóknarblaðamönnum sem voru að skoða ásakanir á hendur honum. WSJ segir að CBS og Moonves neiti þessu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK