Veitingamarkaður mettur

Á Laugaveginum einum eru fjörutíu starfandi veitingastaðir í dag. Stöðum …
Á Laugaveginum einum eru fjörutíu starfandi veitingastaðir í dag. Stöðum fjölgar einnig í næstu götum við Laugaveginn og víðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veitingahúsamarkaðurinn er ekki galopinn eins og hann var, að mati Óla Más Ólasonar, eiganda nokkurra veitingahúsa í miðbæ Reykjavíkur.

Fer fjölgun og fækkun matargesta að miklu leyti eftir sveiflum í ferðaþjónustunni. Telur hann að gestum fari nú fækkandi, en þeim fór ört fjölgandi á árunum 2012-2015.

Annar veitingamaður, Ólafur Örn Ólafsson, segir í Morgunblaðinu í dag, að þeir sem hafi þekkingu á veitingastaðarekstri séu líklegri til að lifa af á markaðnum eins og hann er í dag. Þá geti verðlagning skipt miklu máli. Einnig hafi ferðahegðun breyst að einhverju leyti og finni þeir fyrir því að ferðamenn kaupi í auknum mæli ódýrari mat og mat í lágvöruverslunum.

Bransinn hefur verið að barma sér yfir stöðunni veit ég, markaðurinn er líklegast mettur,“ segir Ólafur.

Veitingastöðum hefur fjölgað síðustu ár. Fjörutíu veitingahús eru á Laugaveginum, frá Bankastræti upp að Hlemmi, samkvæmt úttekt Morgunblaðsins. Eru þau jafn fjölbreytileg og þau eru mörg. Þar finnst einnig fjöldi kaffihúsa og bara sem ekki voru taldir með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK