Tchenguiz með ísraelska njósnara

Vincent Tchenguiz.
Vincent Tchenguiz. Tom Stockill.

Vincent Tchenguiz réði „reynda ísraelska leyniþjónustumenn“ til starfa fyrir sig þegar málaferli Serious Fraud Office (SFO) gegn honum stóðu yfir. Þetta kemur fram í gögnum sem lögð voru fyrir dómstóla á Bretlandseyjum.

Gögnin sýna að á tímabilinu frá mars 2011 allt fram til febrúar á þessu ári, naut Tchenguiz aðstoðar fyrirtækis að nafni Black Cube. Starfsmenn fyrirtækisins mynduðu nokkurs konar föruneyti kringum hann og segir að sumir þeirra hafi búið heima hjá honum.

Fyrirtækið segist leggja stund á „skapandi leyniþjónustu,“ og hafi í sínum röðum fyrrverandi sérþjálfaða ísraelska leyniþjónustumenn.

Vitni hafa einnig haldið því fram að Tchenguiz hafi ætlað að gera kvikmynd um baráttu sína við SFO. Málið gegn honum og bróður hans, Robert Tchenguiz, sem snerti fall Kaupþings, rann út í sandinn í júní. Bræðurnir krefja breska ríkið nú um 300 milljónir punda, rúma 56 milljarða króna, í skaðabætur.

Móðurfélag Black Cube á í málaferlum við Tchenguiz-fjölskylduna vegna ógreiddra reikninga og samningsbrota. Eitt verkefna Black Cube var að komast að því hvaðan SFO hefði upplýsingar sínar um viðskipti bræðranna.

Avi Yanus, fjármálastjóri móðurfélags Black Cube sagði í yfirlýsingu að „Tchenguiz vildi hafa hóp af fólki í kringum sig og um langan tíma, sem náði meðal annars yfir þann tíma sem að lögsóknin vegna Kaupþings stóð sem hæst. Starfsmenn Black Cube voru kjarninn í föruneyti hans. Margir af þeim bjuggu inni á heimili hans.“

The Telegraph segir frá

Frétt mbl.is: Kærur felldar niður gegn Tchenguiz

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK