Fjárfestirinn og samkvæmisljónið Tchenguiz

Robert Tchenguiz.
Robert Tchenguiz. Skjáskot af BBC

Fjárfestirinn Robert Tchenguiz var einu sinni meðal þeirra ríkustu í Bretlandi. En síðustu tíu árin hefur allt verið á niðurleið hjá honum. Tchenguiz glataði milljörðum punda í fjármálakreppunni og var handtekinn grunaður um fjársvik. Hann var einn stærsti skuldari Kaupþings þegar bankinn fór í þrot árið 2008. Eignir hans voru metnar á 16 milljarða punda en skuldir hans á sama tíma 13 milljarðar punda, segir í kynningu á heimildarmynd um kaupsýslumanninn sem sýnd verður á BBC í kvöld.

Bræðurnir Robert og Vincent voru áberandi í fjármálahverfi London og fjárfestu meðal annars í fasteigum. En veldið var skuldsett og þegar Kaupþing, sem var þeirra helsti lánadrottinn, hrikti hressilega í stoðum fjármálaveldis þeirra. 

Robert hefur háð harða baráttu gegn hinum ýmsu stofnunum allt frá því hann var handtekinn af efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar árið 2011. Má þar nefna slitastjórn Kaupþings, endurskoðunarfyrirtækið Grant Thornton, sem reyndi að innheimta peninga frá honum fyrir hönd lánadrottna, Investec Trust Guernsey, sem rak veldi hans á aflandseyjum og síðast en ekki síst efnahagsbrotadeildin, Serious Fraud Office, sem handtók hann.

Það tók bræðurna þrjú ár að hreinsa nafn sitt, fá opinbera afsökunarbeiðni og milljónir í miskabætur. En Robert segir, samkvæmt BBC, að hann sé fórnarlamb óréttlætis og er hvergi nærri hættur.

Bræðurnir voru ekki bara áberandi í viðskiptalífinu heldur einnig í samkvæmislífinu. Þeir voru þekktir glaumgosar sem sigldu um heimsins höf í fylgd fyrirsæta og fólk sem sóttist í félagsskap ríka og fræga fólksins á árunum fyrir hrun.

Í dag er unnusta Robert Tchenguiz pólska Instagram stjarnan Julia Dybowska. Hún er 27 ára gömul og þrjátíu árum yngri en hann. Hún er öflug á samfélagsmiðlum þar sem hún birtir í gríð og erg myndir af þeim tveimur og af heimili þeirra.

Sem er í sjálfu sér ekki neitt vandamál fyrir utan það að fyrrverandi eiginkona Roberts, Heather og tvö börn þeirra, búa á sama heimili. Nú er útlit fyrir að þau missi húsið en Robert neitar að gefast upp. Eða eins og segir í kynningu myndarinnar: Robert gefst aldrei upp.

BBC

Robert Tchenguiz og Julia Dybowska.
Robert Tchenguiz og Julia Dybowska. Instagram-síða Julia Dybowska
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK