Vissi ekki af láni til Al-Thani

Lýður Guðmundsson á aðalfundi Exista í morgun
Lýður Guðmundsson á aðalfundi Exista í morgun mbl.is/Kristinn

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Exista og fyrrverandi stjórnarmaður í Kaupþingi, sagði í viðtali við Kastljós í kvöld að hann hefði ekki vitað að bankinn hafi lánað Mohamed bin Khalifa Al-Thani, bróður emírsins í Katar, fyrir kaupum á hlut í Kaupþingi. Lánið hafi ekki komið á borð stjórnar bankans.

Al-Thani keypti rúmlega 5% hlut í Kaupþingi í september á genginu 690 krónur á hlut. Þegar tilkynnt var um kaupin sagði Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, við Morgunblaðið að kaupin væru „mikil traustsyfirlýsing fyrir félagið.“

Fjármálaeftirlitið hefur undanfarna mánuði rannsakað kaupin og hvort um sýndarviðskipti hafi verið að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK