Vikulegar veiðitölur frá Landsambandi veiðifélaga

Erik Koberling með 96 cm hrygnu sem veiddist í Lambastreng …
Erik Koberling með 96 cm hrygnu sem veiddist í Lambastreng í Kjarrá í morgun. HW

Vikuleg samantekt Landsambands veiðifélaga á veiði í 25 laxveiðiám á landinu birtist í gærkvöldi. Samkvæmt samantektinni er Þverá/Kjarrá  efst á listanum og þar rétt á eftir er Miðfjarðará á fljúgandi siglingu.

Þverá/Kjarrá er enn efst á listanum þar sem veiðin er komin í 1.238 laxa og þar veiddust 237 laxar í síðastliðinni viku. Á sama tíma í fyrra voru 1.153 laxar komnir á land og er veiðin því orðin 85 löxum meiri núna. Í öðru sæti er Miðfjarðará, 1.202, en í síðastliðinni viku veiddust þar 453 laxar, en á sama tíma í fyrra var búið að veiða þar 1.459 laxa. Þar er nú feikilega mikil veiði þessa daganna og veiddust til að mynda síðastliðinn sunnudag 99 laxar á stangirnar 10.

Vikulistinn yfir 10 efstu árnar lítur þannig út:

  1. Þverá/Kjarrá 1.238 lax - vikuveiði 237 laxar.
  2. Miðfjarðará 1.202 laxar - vikuveiði 453 laxar.
  3. Norðurá 966 laxar - vikuveiði 172 laxar.
  4. Ytri-Rangá 902 laxar – vikuveiði 332 laxar.
  5. Blanda 763 laxar - vikuveiði 231 laxar.
  6. Langá á Mýrum 731 laxar - vikuveiðin 199 laxar.
  7. Urriðafoss í Þjórsá 583 laxar – vikuveiði 79 laxar.
  8. Haffjarðará 547 lax – vikuveiði 127 laxar.
  9. Grímsá í Borgarfirði 503 laxar - vikuveiði 142 laxar.
  10. Elliðaárnar 475 laxar - vikuveiði 130 laxar.

Nánar má kynna sér þessa samantekt hér 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert