Erlendir miðlar hafa ekki trú á Gunnari

Gunnar Nelson og Alex Oliveira mætast í nótt.
Gunnar Nelson og Alex Oliveira mætast í nótt. Ljósmynd/UFC

Gunnar Nelson stígur upp í búrið í nótt og mætir hinum brasilíska Alex „Cow­boy“ Oli­veira í Toronto í Kan­ada. Eigast þeir þá við í blönduðum bardagalistum á aðal­hluta UFC 231-bar­daga­kvölds­ins. 

Erlendir miðlar sem sérhæfa sig í MMA, þ.e blönduðum bardagalistum, spá í spilin fyrir bardagann. Flestir eru á því að Oliveira muni vinna Gunnar, en okkar maður hefur ekki barist síðan hann tapaði fyr­ir Santiago Ponz­inibb­io í Glasgow í júlí árið 2017.

Pétur Marinó Jónsson hjá MMAfrettir.is tók saman nokkra miðla, sem spáðu í spilin. Tíu af þrettán starfsmönnum MMA Junkie spá Olivieira sigri á meðan aðeins þrír hafa meiri trú á Gunnari. 

Alexander K. Lee hjá MMA Fighting spáir einnig Oliveira sigri og bendir á að Gunnar hafi ekki barist í langan tíma. Oliveira er búinn að berjast fjórum sinnum síðan að Gunnar barðist síðast. Fjórir af ellefu starfsmönnum Bloody Elbow spá Gunnari sigri á móti sjö sem spá Brasilíumanninum sigri. 

Mbl.is fylgist vel með gangi mála og færir ykkur það helsta í beinni textalýsingu þegar nær dregur. Hægt er að sjá grein Péturs á MMA fréttum í heild sinni með því að smella hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert