Vill freista þess sem McGregor mistókst

Khabib Nurmagomedov yfirgefur keppnissalinn í T-Mobile Arena í Las Vegas …
Khabib Nurmagomedov yfirgefur keppnissalinn í T-Mobile Arena í Las Vegas október. Miklar óeirðir brutust út þegar hann sigraði McGregor. AFP

Khabib Nurmagomedov, rússneskur bardagakappi, vill slást við Floyd Mayweather, bandarískan hnefaleikamann. „Það er bara einn kóngur í frumskóginum,“ segir Nurmagomedov.

Nurmagomedov vakti athygli þegar hann lagði Conor McGregor að velli í byrjun mánaðar. Nú vill hann freista þess sem McGregor mistókst, að sigra Floyd Mayweather. Mayweather hefur hins vegar ekki tapað bardaga, ekki einum af fimmtíu atvinnumannsbardögum.

Nurmagomedov sagði á Instagram-síðu sem er rekin af mönnum Mayweathers: „Koma svo, Floyd. Tveir gæjar sem tapa aldrei, 50-0 og 27-0. Af hverju ekki að láta á það reyna?“

Viðureign Mayweather og McGregor var ein sú mikilfenglegasta í sögu bardagaíþrótta og vakti athygli um heim allan. Ætla má, að ef Nurmagomedov verður að ósk sinni um viðureign við Mayweather, verði bardaginn af ámóta stærðargráðu. 

Floyd Mayweather lætur höggin dynja á Conor McGregor í risabardaga …
Floyd Mayweather lætur höggin dynja á Conor McGregor í risabardaga þeirra félaga í Las Vegas í fyrra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert