Áfrýjun Griner vísað frá

Brittney Griner dvelur nú á fangelsiseyju í Rússlandi.
Brittney Griner dvelur nú á fangelsiseyju í Rússlandi. AFP/Kirill Kudryavtsev

Áfrýjun bandarísku körfuknattleikskonunnar Brittney Griner vegna níu ára fangelsisdóms hennar í Rússlandi hefur verið vísað frá.

Griner var handtekin í Rússlandi í febrúar síðastliðnum og var svo í ágúst dæmd til níu ára fangelsisvistar. Var hún fundin sek um eiturlyfjasmygl og að vera með kannabisolíu í fórum sínum.

Fyrir dómstól í grennd við Moskvu í dag var áfrýjuninni vísað frá og stendur upphaflegi dómurinn því.

Griner er tvöfaldur ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og hefur frá árinu 2014 leikið með Ekaterinburg í Rússlandi eftir að tímabilinu í WNBA í Bandaríkjunum lýkur, þar sem hún hefur leikið með Phoenix Mercury undanfarin níu ár.

Hefur hún fundið sig tilknúna að spila með tveimur liðum til þess að láta enda ná saman, enda atvinnumennska í körfuknattleik kvenna ekki að gefa nægilega mikið í aðra hönd.

Lögmaður Griner, Alexander Boykov, sagði lögfræðiteymi hennar vonast til þess að hægt væri að koma á fót fangaskiptum við Bandaríkin, en bandarísk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau telji Griner vera ólöglega í haldi í Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert