Stefni á að „eyðileggja“ og „sundra“ Rússlandi

Rússar fengu Bút afhentan í gær.
Rússar fengu Bút afhentan í gær. AFP

Rússneski vopnasalinn Viktor Bút, sem Rússar fengu í gær afhentan frá Bandaríkjamönnum í skiptum fyrir körfuknattleikskonuna Brittney Griner í fangaskiptum á milli landanna, segir Vesturlönd stefna á að „eyðileggja“ og „sundra“ Rússlandi.

„Vesturlöndin trúa að þau hafi ekki lokið sér af við okkur á þegar Sovétríkin liðuðust í sundur á níunda áratugnum. Þau halda að þau geti eyðilagt okkur aftur og skipt Rússlandi upp,“ sagði hann í samtali við rússneska ríkismiðilinn RT eftir komuna til Rússlands.

Bút er alræmdur vopnasali sem var árið 2012 dæmur í 25 ára fangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa selt hryðjuverkasamtökum og uppreisnarhópum vopn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert