Veit ekki hvort hann er áhyggjufullur

Tiger Woods fagnar sigri sínum í gær.
Tiger Woods fagnar sigri sínum í gær. AFP

Tiger Woods færist nær goðsögninni Jack Nicklaus yfir flesta sigra á risamóti í golfi eftir hinn magnaða sigur á Mastersmótinu í gær.

Þetta var 15. risamótið sem Tiger ber sigur úr býtum á en Nicklaus er sigursælastur allra á risamótum með 18 sigra.

„Ég er svo glaður fyrir hans hönd og fyrir golfið er þetta svo frábært,“ skrifaði Nicklaus á Twitter-síðu sína eftir sigur Tigers á Augusta Nati­onal-golf­vell­in­um í Georgíu­ríki.

„Ég er viss að ég muni líklega hugsa um þetta en núna er það svolítið of snemmt. Ég er bara að fagna mínum 15. risatitli. Ég veit ekki hvort hann er áhyggjufullur eða ekki,“ sagði Tiger þegar hann var spurður hvort hann sé ekki með í sigtinu að bæta met Nicklaus.

Tiger hefur nú unnið 81 mót í PGA-mótaröðinni, einu færra en Sam Snead sem hefur unnið flest mót í mótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert