Hágrét þegar hann sá föður sinn

„Það var fáránlegt,“ sagði Ari Bragi Kárason, fljótasti maður landsins og margfaldur Íslandsmeistari í spretthlaupum, um upplifun sína af því að hlaupa 100 kílómetra, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Ari Bragi reyndi fyrir sér í langhlaupum áður en hann ákvað að byrja að æfa frjálsar íþróttir en hann var 24 ára gamall þegar hann mætti á sína fyrstu frjálsíþróttaæfingu.

Eftir að hafa hlaupið nokkur langhlaup, þar á meðal Fimmvörðuhálsinn, tók hann ákvörðun um að langhlaupin hentuðu honum ekki nægilega vel.

„Ég skildi aldrei hvernig fólki dytti það í hug að hlaupa langar vegalengdir,“ sagði Ari.

„Ég fékk netta þráhyggju fyrir langhlaupum og sat meðal annars þjálfaranámskeið tengt þeim.

Þetta er merkilegur heimur út af fyrir sig en ég skildi aldrei af hverju mig verkjaði svona mikið í líkamann eftir þessi hlaup,“ sagði Ari meðal annars.

Viðtalið við Ara Braga í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert