Norðmenn bættu met

Lið Noregs í liðakeppni í alpagreinum hlaut bronsið.
Lið Noregs í liðakeppni í alpagreinum hlaut bronsið. AFP

Norðmenn unnu sína 38. medalíu á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í nótt er þeir tóku bronsið í liðakeppni í alpagreinum. Sviss hlaut gullverðlaun og Austurríki silfrið.

Með verðlaununum í nótt bættu Norðmenn met Bandaríkjanna frá því í Vancouver í Kanada er leikarnir fóru fram þar árið 2010 en þá unnu Bandaríkin til 37 verðlauna. Áður höfðu Norðmenn mest unnið 26 verðlaun en það var fyrir fjórum árum í Sochi og árið 1994 í Lillehammer á heimavelli. Norðmenn hafa unnið 13 gullverðlaun sem eru aðeins einum gullverðlaunum frá því að jafna met Kanada frá 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert