1.600 Englendingum meinað að fara til Þýskalands

Enskir stuðningsmenn.
Enskir stuðningsmenn. AFP

Meira en 1.600 stuðningsmönnum enska karlalandsliðsins í fótbolta verður meinað að fara til Þýskalands á meðan EM stendur yfir. 

Verður þeim gert að afhenda lögreglunni vegabréfin sín á meðan á mótinu stendur. Hver sem fylgir ekki reglum lögreglunnar getur setið í fangelsi í allt að sex mánuði. Á þetta einnig við um nokkra stuðningsmenn velska landsliðsins.

Er þetta fyrir slæma hegðun enskra „fótboltabulla“ sem hafa oftar en ekki gert allt vitlaust í kringum stórmót. 

1.300 var meinað að ferðast til Katar fyrir heimsmeistaramótið 2022. Þeim hefur því aðeins fjölgað.

Á meðan á mótinu stendur mega þessir stuðningsmenn aðeins fara úr landi með sérstöku leyfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert