Kveður Chelsea eftir tímabilið

Thiago Silva í baráttu við Kevin De Bruyne hjá Manchester …
Thiago Silva í baráttu við Kevin De Bruyne hjá Manchester City fyrr í þessum mánuði. AFP/Glyn Kirk

Brasilíski knattspyrnumaðurinn Thiago Silva tilkynnti í dag að hann myndi yfirgefa enska  félagið Chelsea að þessu tímabili loknu.

Silva hefur verið í lykilhlutverki í varnarleik Chelsea undanfarin fjögur ár en hann kom til félagsins árið 2020 og hefur á þeim tíma spilað 151 mótsleik fyrir félagið og vann með því Meistaradeild Evrópu, heimsmeistarakeppni félagsliða og meistarabikar Evrópu.

Silva verður fertugur í september og hefur stærstan hluta ferilsins, eða í átta ár, leikið með París SG, frá 2012 til 2020. Hann var áður í þrjú ár með AC Milan og þar á undan í heimalandi sínu, lengst af með Fluminese. Silva á að baki 113 landsleiki fyrir Brasilíu og lék með liðinu á HM í Katar í árslok 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert