Nottingham Forest áfrýjar

Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, þungur á brún.
Evangelos Marinakis, eigandi Nottingham Forest, þungur á brún. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnufélagið Nottingham Forest hefur ákveðið að áfrýja úrskurði ensku úrvalsdeildarinnar um að draga fjögur stig af karlaliðinu.

Óháð nefnd úrskurðaði að Forest hefði brotið gegn reglum úrvalsdeildarinnar um hagnað og sjálfbærni í rekstri er félagið tapaði hærri fjárhæðum en úrvalsdeildarfélögum er leyfilegt tímabilið 2022-23.

Forest hafði viku til þess að áfrýja úrskurðinum og samkvæmt The Athletic hefur félagið ákveðið að láta á það reyna.

Er það í takt við viðbrögð forráðamanna félagsins sem greindu frá því í yfirlýsingu eftir að greint frá úrskurðinum fyrir viku síðan að þeir væru vonsviknir og agndofa yfir ákvörðuninni.

Eftir stigafrádráttinn er Forest í 18. sæti, fallsæti, með 21 stig, einu stigi frá öruggu sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert