Stytta af Kane í geymslu í fimm ár (mynd)

Harry Kane fagnar marki með Bayern München.
Harry Kane fagnar marki með Bayern München. AFP/Kirill Kudryavtsev

Stytta af Harry Kane, landsliðsfyrirliða Englands í fótbolta, hefur verið í geymslu í fimm ár, þar sem illa hefur gengið að finna hentuga staðsetningu fyrir listaverkið af knattspyrnumanninum.

Vildu bæjaryfirvöld í Chingford, þar sem Kane er uppalinn, hafa styttuna við lestarstöð þar í bæ en þeirri hugmynd var hafnað, þar sem stuðningsmenn annarra félaga en Tottenham gætu skemmt styttuna.

Einnig var sett fram hugmynd um að koma styttunni fyrir í Ridgeway-garðinum í London, skammt frá þar sem hann æfði með unglingaliði sínu á árum áður en þeirri hugmynd var einnig hafnað. Endaði styttan því í geymslurými og er óvíst hvað verður. 

Mynd af styttunni má sjá hér fyrir neðan.

Styttan af Harry Kane
Styttan af Harry Kane Ljósmynd/The Guardian
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert