Krúttlegt myndskeið - mætast í úrvalsdeildinni í dag

Kasper Schmeichel.
Kasper Schmeichel. AFP

Afar krúttlegt myndskeið var birt í dag á reikningi ensku úrvalsdeildarinnar á Instagram af þeim Kasper Schmeichel markverði Leicester City, og Tom Ince, miðjumanni Huddersfield, frá því að þeir voru litlir. Þeir mætast í dag í ensku úrvalsdeildinni, báðir orðnir atvinnumenn.

Tom er sonur Paul Ince, og Kasper er sonur Peters Schmeichel, sem léku saman með liði Manchester United, frá 1991-1995.

Í myndskeiðinu sjást strákarnir litlu leika saman. Kasper, að sjálfsögðu í marki, og Tom, á fleygiferð með boltann, en myndskeiðið er líklega tekið á Old Trafford, heimavelli Manchester United. Það má sjá hér að neðan.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BZF9dlul8S6/" target="_blank">Kasper Schmeichel v Tom Ince... this one goes way back! 👶 #HUDLEI #PremierLeague #PL</a>

A post shared by Premier League (@premierleague) on Sep 16, 2017 at 12:14am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert