Fer stjórinn óvænt til Rússlands?

David Moyes hefur verið stjóri West Ham undanfarin ár.
David Moyes hefur verið stjóri West Ham undanfarin ár. AFP/Adrian Dennis

Ólíklegt þykir að David Moyes verði knattspyrnustjóri karlaliðs West Ham á næsta tímabili. 

Moyes tók við West Ham í annað sinn í desember 2019 en hann hefur fagnað góðum árangri með liðinu. 

Vann hann Sambandsdeildina með liðinu í fyrra en West Ham situr í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 49 stig og enn möguleika á Evrópusæti. 

Þrátt fyrir það eru yfirmenn West Ham sagðir vilja prófa eitthvað nýtt og fá nýjan mann til að taka við liðinu á næsta tímabili. 

Moyes er því eftirsóttur maður en óvænt lið er sagt hafa áhuga. Spartak Moskva í Rússlandi er sagt hafa áhuga og mun liðið reyna að fá Englendinginn til að stýra. 

Rússnesk knattspyrna hefur lítið verið í sviðsljósinu eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar árið 2022. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert