Sekt og bann vegna Carvalho

Fabio Carvalho fagnar marki fyrir Liverpool.
Fabio Carvalho fagnar marki fyrir Liverpool. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnufélagið Fulham hefur verið sett í skilorðsbundið bann við því að fá til sín leikmenn frá öðrum félögum í unglingalið sín.

Úrvalsdeildin hefur jafnframt sektað Fulham um 75 þúsund pund vegna greiðslu félagsins til Balham Blazers í kjölfarið á sölunni á Fabio Carvalho til Liverpool.

Carvalho kom í unglingalið Fulham frá Balham Blazers í árslok 2014, þá tólf ára gamall, en Fulham gekk ekki á réttan hátt frá skráningu leikmannsins.

Hann var síðan seldur til Liverpool fyrir fimm milljónir punda vorið 2022. Hann hefur frá áramótum leikið sem lánsmaður með Hull City í B-deildinni.

Bannið er skilorðsbundið í eitt ár, frá og með 15. apríl síðastliðnum, þannig að refsingin tekur gildi ef Fulham brýtur af sér á ný á þeim tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert