Mourinho sendir skýr skilaboð

José Mourinho fylgist með þegar Anthony Martial kemur af bekknum.
José Mourinho fylgist með þegar Anthony Martial kemur af bekknum. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester Untied, hefur sent franska framherjanum Anthony Martial skýr skilaboð um það að hann fari fram á meira frá honum.

Hinn 21 árs gamli Frakki kostaði United 36 milljónir punda sumarið 2015 og var áberandi á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Í vetur hefur hann aðeins byrjað 12 leiki í deildinni og var ekki í leikmannahópnum í 2:0-sigrinum á Chelsea um síðustu helgi.

„Hann er að vinna í því að bæta sig og ef hann sendir mér jákvæð skilaboð á æfingu gæti hann komist á bekkinn á morgun. Er hann leikmaður með mikla hæfileika? Já, og hann getur staðið sig vel undir minni stjórn. En hann verður að gefa mér það sem ég vil sjá,“ sagði Mourinho, en United mætir Anderlecht í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á morgun.

„Ég veit hvað leikmönnunum líkar og að sama skapi vita þeir hvað mér líkar. Þess vegna treysti ég [Marcus] Rashford þrátt fyrir að hann skori ekki mest. En ég veit að hann er að fara eftir þeirri línu sem ég vil að leikmenn fylgi hjá Manchester United,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka